Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 08:45 Mikill viðbúnaður var í Bankastræti í gærkvöldi. Aðsend Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt. Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mennirnir, sem séu í kringum tvítugt, hafi allir verið með stungusár. Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og strax haldið á vettvang. Fyrir liggi að það hafi verið hópur manna sem réðst inn á skemmtistaðinn og að þremenningunum þar sem þeir voru staddir í herbergi. Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í kvöld. „Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að tugir lögreglumanna hafi komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafi húsleit verið framkvæmt á allnokkrum stöðum í þágu hennar. Fjórir hafi verið handteknir vegna málsins þegar tilkynningin var send á fjölmiðla um klukkan 8:40. Nokkur fjöldi lögreglumanna mætti á vettvang. Lögregla vopnaðist Ennfremur segir að rannsókn málsins sé í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en við aðgerðirnar í gærkvöld og nótt hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Rannsóknin er sögð beinast meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum, en að á þessu stigi sé of snemmt að fullyrða um slíkt. „Svo virðist sem málsaðilar séu flestir Íslendingar, en það á eftir að skýrast frekar. Lögreglan vopnaðist vegna aðgerðanna í gærkvöld og nótt, en um mjög alvarlega árás er að ræða. Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar kollega sinna á Suðurlandi við aðgerðirnar í nótt.
Reykjavík Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þrír fluttir á bráðadeild eftir hnífsstungur á Bankastræti Club Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að til átaka kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. 18. nóvember 2022 00:44