Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 07:44 Musk keypti Twitter á þúsundir milljarða og tók sjálfur við stjórnartaumunum. Síðan þá hefur hann ekki gert annað en að vinna skemmdarverk á fjárfestingu sinni. Getty/Taylor Hill Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. Erlendir miðlar segja að meðal þeirra sem völdu frekar að ganga á braut séu margir tæknimanna fyrirtækisins, sem hafi hingað til séð til þess að halda samfélagsmiðlinum gangandi. Yfirmenn eru sagðir velta því fyrir sér að biðla til starfsmanna um að snúa aftur. Word inside Twitter is that A LOT of employees are not saying yes to staying at Musk s extremely hardcore Twitter 2.0. He has been meeting today with engineers to convince them to stay. His deadline to decide to stay or leave expired 6 min ago. https://t.co/IErjQTMRE6— Alex Heath (@alexeheath) November 17, 2022 Skrifstofum fyrirtækisins hefur verið lokað tímabundið í kjölfar uppnámsins en áður hafði athafnamaðurinn og frumkvöðullinn Musk, nýr eigandi fyrirtækisins, dregið í land með strangar kröfur sínar um viðveru og sagt að menn gætu unnið í fjarvinnu ef þeir skiluðu framúrskarandi verki. Nú hafa hins vegar allir aðgangspassar starfsmanna Twitter verið gerðir óvirkir og í netheimum velta menn því fyrir sér hvort samfélagsmiðillinn verði einfaldlega óstarfhæfur og tekinn niður, að minnsta kosti tímabundið. I don't think Twitter will last through the weekend. Twitter is restricting employee access to all its buildings through the weekend with no reason given. The entire android team resigned. The world cup,the largest sporting event in the world, starts this weekend.— Alejandra Caraballo (@Esqueer_) November 18, 2022 „Ef eitthvað kemur upp á, er enginn til staðar til að laga það,“ hafa miðlar eftir einum heimildarmanni. Nú þegar hafa þekktir einstaklingar og stjórnvöld bent fólki á aðrar leiðir til að nálgast upplýsingar en á Twitter. Musk virðist hins vegar hóflega áhyggjufullur, ef marka má tíst hans síðasta sólahring. pic.twitter.com/rbwbsLA1ZG— Elon Musk (@elonmusk) November 18, 2022 Í könnun sem gerð var meðal starfsmanna töldu flestir að um helmingur myndi yfirgefa fyrirtækið í kjölfar yfirtöku og yfirlýsinga Musk. Ákvörðun hans að reka stóran hluta starfsfólksins í gegnum tölvupóst og krefjast ómanneskjulegs vinnuframlags af þeim sem eftir eru hefur farið illa í fólk. Þá er mikil óvissa uppi um hvaða stefnu Musk mun taka þegar kemur að eftirliti með efni á miðlinum, til að mynda hatursáróðri og falsupplýsingum. Fjöldi starfsmanna hefur tíst kveðjum á síðustu klukkustundum, þeirra á meðal Haraldur Þorleifsson, kenndur við Ueno. Hann varð starfsmaður Twitter þegar miðillinn eignaðist Ueno. Það liggur þó ekki fyrir hvort hann er sjálfur að kveðja fyrirtækið eða hvort hann er að kveðja þá félaga sem hafa valið að snúa sér að öðru. Goodbye old frens — Halli (@iamharaldur) November 18, 2022 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Twitter Tengdar fréttir Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Erlendir miðlar segja að meðal þeirra sem völdu frekar að ganga á braut séu margir tæknimanna fyrirtækisins, sem hafi hingað til séð til þess að halda samfélagsmiðlinum gangandi. Yfirmenn eru sagðir velta því fyrir sér að biðla til starfsmanna um að snúa aftur. Word inside Twitter is that A LOT of employees are not saying yes to staying at Musk s extremely hardcore Twitter 2.0. He has been meeting today with engineers to convince them to stay. His deadline to decide to stay or leave expired 6 min ago. https://t.co/IErjQTMRE6— Alex Heath (@alexeheath) November 17, 2022 Skrifstofum fyrirtækisins hefur verið lokað tímabundið í kjölfar uppnámsins en áður hafði athafnamaðurinn og frumkvöðullinn Musk, nýr eigandi fyrirtækisins, dregið í land með strangar kröfur sínar um viðveru og sagt að menn gætu unnið í fjarvinnu ef þeir skiluðu framúrskarandi verki. Nú hafa hins vegar allir aðgangspassar starfsmanna Twitter verið gerðir óvirkir og í netheimum velta menn því fyrir sér hvort samfélagsmiðillinn verði einfaldlega óstarfhæfur og tekinn niður, að minnsta kosti tímabundið. I don't think Twitter will last through the weekend. Twitter is restricting employee access to all its buildings through the weekend with no reason given. The entire android team resigned. The world cup,the largest sporting event in the world, starts this weekend.— Alejandra Caraballo (@Esqueer_) November 18, 2022 „Ef eitthvað kemur upp á, er enginn til staðar til að laga það,“ hafa miðlar eftir einum heimildarmanni. Nú þegar hafa þekktir einstaklingar og stjórnvöld bent fólki á aðrar leiðir til að nálgast upplýsingar en á Twitter. Musk virðist hins vegar hóflega áhyggjufullur, ef marka má tíst hans síðasta sólahring. pic.twitter.com/rbwbsLA1ZG— Elon Musk (@elonmusk) November 18, 2022 Í könnun sem gerð var meðal starfsmanna töldu flestir að um helmingur myndi yfirgefa fyrirtækið í kjölfar yfirtöku og yfirlýsinga Musk. Ákvörðun hans að reka stóran hluta starfsfólksins í gegnum tölvupóst og krefjast ómanneskjulegs vinnuframlags af þeim sem eftir eru hefur farið illa í fólk. Þá er mikil óvissa uppi um hvaða stefnu Musk mun taka þegar kemur að eftirliti með efni á miðlinum, til að mynda hatursáróðri og falsupplýsingum. Fjöldi starfsmanna hefur tíst kveðjum á síðustu klukkustundum, þeirra á meðal Haraldur Þorleifsson, kenndur við Ueno. Hann varð starfsmaður Twitter þegar miðillinn eignaðist Ueno. Það liggur þó ekki fyrir hvort hann er sjálfur að kveðja fyrirtækið eða hvort hann er að kveðja þá félaga sem hafa valið að snúa sér að öðru. Goodbye old frens — Halli (@iamharaldur) November 18, 2022
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Twitter Tengdar fréttir Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13