Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:47 Þingheimur klappaði vel og lengi fyrir Nancy Pelosi eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar úr forystu Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Carolyn Kaster Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. „Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
„Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira