Vinur Jay Leno gæti hafa bjargað lífi hans um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 10:00 Jay Leno hlaut alvarleg brunasár á andliti. Getty/Roy Rochlin Bandaríski þáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno slasaðist alvarlega í bruna um helgina. Hann er með þriðja stigs brunasár á andliti en snör viðbrögð vinar hans sáu til þess að ekki fór verr. Bruninn átti sér stað um helgina í bílskúr Leno. Hann hlaut alvarleg brunasár á vinstri hlið andlitsins en eyra hans og auga sluppu. Leno segist ætla að taka næstu tvær vikur í að jafna sig. Bílskúr hans er staðsettur í Burbank í Los Angeles en Leno á meira en 180 ökutæki. Hann hefur safnað þeim í mörg ár. Bandaríski fjölmiðillinn TMZ ræddi við Leno en hann segist hafa verið að vinna við að laga White Steamer-bíl sinn þegar eldsvoðinn hófst. Leno og White Steamer-bíllinn sem hann var að vinna viðJay Leno's Garage Eldsneytisleiðsla bílsins var stífluð og var Leno að laga hana. Við viðgerðina sprautaðist eldsneyti á andlit hans og á nánast sama tíma varð neisti við leiðsluna. Við það kviknaði í Leno. Hann var heppinn að vinur hans Dave var með honum. Sá gat slökkt eldinn stuttu eftir að hann kviknaði og bjargaði þannig mögulega lífi Leno. Hann verður á spítala næstu fimm til tíu dagana. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bruninn átti sér stað um helgina í bílskúr Leno. Hann hlaut alvarleg brunasár á vinstri hlið andlitsins en eyra hans og auga sluppu. Leno segist ætla að taka næstu tvær vikur í að jafna sig. Bílskúr hans er staðsettur í Burbank í Los Angeles en Leno á meira en 180 ökutæki. Hann hefur safnað þeim í mörg ár. Bandaríski fjölmiðillinn TMZ ræddi við Leno en hann segist hafa verið að vinna við að laga White Steamer-bíl sinn þegar eldsvoðinn hófst. Leno og White Steamer-bíllinn sem hann var að vinna viðJay Leno's Garage Eldsneytisleiðsla bílsins var stífluð og var Leno að laga hana. Við viðgerðina sprautaðist eldsneyti á andlit hans og á nánast sama tíma varð neisti við leiðsluna. Við það kviknaði í Leno. Hann var heppinn að vinur hans Dave var með honum. Sá gat slökkt eldinn stuttu eftir að hann kviknaði og bjargaði þannig mögulega lífi Leno. Hann verður á spítala næstu fimm til tíu dagana.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira