Mistök endurupptökudóms? Gestur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:06 „... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
„... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar