Innlent

Ógnaði lög­reglu­mönnum með kylfu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldismál sem lögreglan hefur fengið tilkynningar vegna hafa aldrei verið jafn mörg.
Heimilisofbeldismál sem lögreglan hefur fengið tilkynningar vegna hafa aldrei verið jafn mörg. Vísir/Vilhelm

Maður var í nótt handtekinn eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði gagnvart lögreglumönnum við störf. Maðurinn var með kylfa í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir helstu verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og gærnótt. 

Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um nágranna sem voru að slást. Meintur upphafsmaður slagsmálana var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til unnt var að taka af honum skýrslu. 

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá urðu slagsmál í miðborginni klukkan rétt rúmlega eitt í nótt. Slagsmálahundarnir voru báðir ungmenni. Tilkynnandi hafði stöðvað átökin en lögregla kom á vettvang og tók við úrlausn málsins. 

Flytja þurfti fórnarlamb líkamsárásar í Breiðholti á slysadeild. Árásin átti sér stað klukkan tíu í gærkvöldi en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×