Gleðilegan árangur Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:01 Markmið eru mikilvæg. Áætlanir verða að standast og reksturinn að vera heilbrigður til þess að allt rúlli rétt. Beintengt árangri eru hin mjúku en grjóthörðu mál sem snúa að mannauði og gleði. Flest íslensk fyrirtæki eru að fjárfesta í lausnum og innleiða tækni sem tengir saman fólk. Í því ferli kemur fyrir að andstaða skapist við breytingarnar, þá hjálpar ekki til ef fyrirtæki eru mjög lag- og deildarskipt. Margir kjósa að vera áfram innan síns þægindaramma og streitast á móti nýjum starfsaðferðum og -umhverfi. Hvernig er best að bregðast við því? Gæti verið að hægt sé að leysa málin með gleðina að vopni. Okkur er eðlislægt að sækjast eftir gleði og gleði tengir fólk sterkum böndum. Það er auðvelt að koma auga á mátt gleðinnar í íþróttum. Þegar liðinu gengur allt í haginn og það sigrast á erfiðleikum og áskorunum upplifa allir leikmenn jákvæðu áhrifin sem það hefur. Reyndar gerir allur leikvangurinn það, upplifir sælu og gleði sem fleytir liðinu enn lengra. Velgengni kveikir gleði, gleði ýtir undir ástríðu og frekari velgengni og fleiri hrífast með. Þar sem skapast liðsheild með samhljómi, áhrifum og viðurkenningu ríkir gleði. Leiðtogar geta ýtt undir þetta á sínum vinnustað. Samhljómur. Í sigurliði hefur hver leikmaður ákveðið hlutverk. Ef til vill er einhver góður varnarmaður. Annar hefur einstakt lag á að skora. Enn annar býr yfir baráttuþreki og eldmóði. Það er einstök tilfinning þegar ólíkir eiginleikar og styrkleikar liðsfélaganna smella svo saman. Áhrif. Samhljómur innan liðsins leiðir til áhrifa sem kveikja frekari gleði. Jafnvel þótt áhrifin séu bara ein góð sókn eða augnablik eykur það gleði leikmanna. Maður sér það á svip þeirra þegar þeir fallast í faðma og hoppa af gleði eins og börn. Það sem þeir eru að segja hver við annan er: „Trúirðu að okkur hafi tekist þetta?“ Viðurkenning. Góðir þjálfarar leggja áherslu á við sína leikmenn að það fyrsta sem gert er þegar boltinn lendir í netinusé að benda á liðsfélaga sína sem sköpuðu tækifærin ogfagna í sameiningu Með því að viðurkenna og fagna framlagi hvers leikmanns styrkist hringrás gleði og árangurs. Í þessu felast margvísleg tækifæri, með því að fjölga ánægjustundum innan liðsins geta leiðtogar nýtt áhrif gleðinnar í fyrirtækjum sínum. Það fer ekki á milli mála í liðsíþróttum af hverju gleðin sprettur, þ.e. samhljómi, áhrifum og viðurkenningu. Það getur haft alveg sömu áhrif innan fyrirtækisins. Niðurstöður kannana benda allar í sömu átt. Það hvernig fólk skynjar gleði á vinnustaðnum tengist því hvort fólk upplifi að starf þess skipti raunverulegu máli. Þetta kemur ekki á óvart. Lífið er eins og vektor sem krefst bæði krafts og stefnu. Hamingjuleitin markar stefnuna en gleðin er það sem veitir okkur daglega staðfestingu á því að við séum að gera nákvæmlega það sem við eigum að vera að gera, fyrir fyrirtækið og fyrir liðsfélagana sem gefa okkur kraft. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu? Með því að móta vinnustaðarmenningu þar sem gleðin er við völd er hægt að skapa sterkari tengsl, stolt og sameiginlegan tilgang innan raða fyrirtækisins. Ef raunin er sú að skortur sé á ástríðu og liðsanda eru sennilega flestir meðvitaðir um það því sá skortur kemur niður á tengslamyndun og liðsanda. Hér eru nokkur skref sem leiðtogar geta tekið til að auka gleði á vinnustaðnum: Markaðu stefnuna. Hafðu það skýran hluta af stefnunni að gleði sé grunngildi. Styrktu stefnuna þannig að markviss skref verði stigin í átt að því að tryggja að allt starfsfólk upplifi viðurkenningu og að rödd þess fái að heyrast. Leggðu grunninn. Komdu á virku samstarfi þvert á þvert á deildir, hópa og teymi. Þannig að úr verði samvinna sem skilar hámarksárangri og gleði, fjarlægðir eru ekki vandamál, þökk sé tækni. Gefðu tóninn. Ýttu undir og taktu fagnandi því sem gert er til að efla andann innan fyrirtækisins. Tjáðu af einlægni þegar árangri er náð. Gleði getur af sér gleði. Það má bæta menningu með því að leggja áherslu á ástríðu, kraft og leyfa alltaf fólkinu í teyminu að láta ljós sitt skína – fagna árangri þegar hann næst. Það má líka fagna góðum hugmyndum. Gleði getur reynst jafn hagkvæm og tæknin ef við leyfum henni það. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að viðhalda tengslum sem einfalda samskipti innan fyrirtækja.Tæknin sér okkur fyrir innviðunum og tengingunni en grunnurinn er menningin og áhrif af samhljómi og viðurkenningu. Í stuttu máli, já það má vera gaman í vinnunni, fer svo vel með árangri. Höfundur er forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið eru mikilvæg. Áætlanir verða að standast og reksturinn að vera heilbrigður til þess að allt rúlli rétt. Beintengt árangri eru hin mjúku en grjóthörðu mál sem snúa að mannauði og gleði. Flest íslensk fyrirtæki eru að fjárfesta í lausnum og innleiða tækni sem tengir saman fólk. Í því ferli kemur fyrir að andstaða skapist við breytingarnar, þá hjálpar ekki til ef fyrirtæki eru mjög lag- og deildarskipt. Margir kjósa að vera áfram innan síns þægindaramma og streitast á móti nýjum starfsaðferðum og -umhverfi. Hvernig er best að bregðast við því? Gæti verið að hægt sé að leysa málin með gleðina að vopni. Okkur er eðlislægt að sækjast eftir gleði og gleði tengir fólk sterkum böndum. Það er auðvelt að koma auga á mátt gleðinnar í íþróttum. Þegar liðinu gengur allt í haginn og það sigrast á erfiðleikum og áskorunum upplifa allir leikmenn jákvæðu áhrifin sem það hefur. Reyndar gerir allur leikvangurinn það, upplifir sælu og gleði sem fleytir liðinu enn lengra. Velgengni kveikir gleði, gleði ýtir undir ástríðu og frekari velgengni og fleiri hrífast með. Þar sem skapast liðsheild með samhljómi, áhrifum og viðurkenningu ríkir gleði. Leiðtogar geta ýtt undir þetta á sínum vinnustað. Samhljómur. Í sigurliði hefur hver leikmaður ákveðið hlutverk. Ef til vill er einhver góður varnarmaður. Annar hefur einstakt lag á að skora. Enn annar býr yfir baráttuþreki og eldmóði. Það er einstök tilfinning þegar ólíkir eiginleikar og styrkleikar liðsfélaganna smella svo saman. Áhrif. Samhljómur innan liðsins leiðir til áhrifa sem kveikja frekari gleði. Jafnvel þótt áhrifin séu bara ein góð sókn eða augnablik eykur það gleði leikmanna. Maður sér það á svip þeirra þegar þeir fallast í faðma og hoppa af gleði eins og börn. Það sem þeir eru að segja hver við annan er: „Trúirðu að okkur hafi tekist þetta?“ Viðurkenning. Góðir þjálfarar leggja áherslu á við sína leikmenn að það fyrsta sem gert er þegar boltinn lendir í netinusé að benda á liðsfélaga sína sem sköpuðu tækifærin ogfagna í sameiningu Með því að viðurkenna og fagna framlagi hvers leikmanns styrkist hringrás gleði og árangurs. Í þessu felast margvísleg tækifæri, með því að fjölga ánægjustundum innan liðsins geta leiðtogar nýtt áhrif gleðinnar í fyrirtækjum sínum. Það fer ekki á milli mála í liðsíþróttum af hverju gleðin sprettur, þ.e. samhljómi, áhrifum og viðurkenningu. Það getur haft alveg sömu áhrif innan fyrirtækisins. Niðurstöður kannana benda allar í sömu átt. Það hvernig fólk skynjar gleði á vinnustaðnum tengist því hvort fólk upplifi að starf þess skipti raunverulegu máli. Þetta kemur ekki á óvart. Lífið er eins og vektor sem krefst bæði krafts og stefnu. Hamingjuleitin markar stefnuna en gleðin er það sem veitir okkur daglega staðfestingu á því að við séum að gera nákvæmlega það sem við eigum að vera að gera, fyrir fyrirtækið og fyrir liðsfélagana sem gefa okkur kraft. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu? Með því að móta vinnustaðarmenningu þar sem gleðin er við völd er hægt að skapa sterkari tengsl, stolt og sameiginlegan tilgang innan raða fyrirtækisins. Ef raunin er sú að skortur sé á ástríðu og liðsanda eru sennilega flestir meðvitaðir um það því sá skortur kemur niður á tengslamyndun og liðsanda. Hér eru nokkur skref sem leiðtogar geta tekið til að auka gleði á vinnustaðnum: Markaðu stefnuna. Hafðu það skýran hluta af stefnunni að gleði sé grunngildi. Styrktu stefnuna þannig að markviss skref verði stigin í átt að því að tryggja að allt starfsfólk upplifi viðurkenningu og að rödd þess fái að heyrast. Leggðu grunninn. Komdu á virku samstarfi þvert á þvert á deildir, hópa og teymi. Þannig að úr verði samvinna sem skilar hámarksárangri og gleði, fjarlægðir eru ekki vandamál, þökk sé tækni. Gefðu tóninn. Ýttu undir og taktu fagnandi því sem gert er til að efla andann innan fyrirtækisins. Tjáðu af einlægni þegar árangri er náð. Gleði getur af sér gleði. Það má bæta menningu með því að leggja áherslu á ástríðu, kraft og leyfa alltaf fólkinu í teyminu að láta ljós sitt skína – fagna árangri þegar hann næst. Það má líka fagna góðum hugmyndum. Gleði getur reynst jafn hagkvæm og tæknin ef við leyfum henni það. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að viðhalda tengslum sem einfalda samskipti innan fyrirtækja.Tæknin sér okkur fyrir innviðunum og tengingunni en grunnurinn er menningin og áhrif af samhljómi og viðurkenningu. Í stuttu máli, já það má vera gaman í vinnunni, fer svo vel með árangri. Höfundur er forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun