Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 19:33 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að úrskurði héraðsdóms hafi þegar verið skotið til Landsréttar. Vísir/Egill Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan, þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“ Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“
Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02
„Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55