Baugsmálið - minningarorð Gestur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:51 Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun