Hannes: Pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu og bara örfáir miðar eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2022 15:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ánægður með nýja samninginn hjá landsliðsþjálfaranum. S2 Sport Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í dag um nýjan samning við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen sem mun þjálfa liðið út undankeppni Eurobasket 2025. Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli