Hannes: Pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu og bara örfáir miðar eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2022 15:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ánægður með nýja samninginn hjá landsliðsþjálfaranum. S2 Sport Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í dag um nýjan samning við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen sem mun þjálfa liðið út undankeppni Eurobasket 2025. Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira