Segir samfélagsmiðla vera að gera út af við okkur: „Krakkarnir eins og „zombies““ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:02 Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari hefur miklar skoðanir á snjalltækjum og samfélagsmiðlanotkun barna. Þorgrímur Þráinsson hefur sterka skoðun á notkun samfélagsmiðla sem hann segir vera að gera út af við samfélagið. Í fyrirlestrum sínum í grunnskólum landsins segist hann sjá mikinn mun á þeim skólum sem leyfa síma miðað við þá skóla sem eru símalausir. Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira