Biden segir tvö hræðileg ár framundan gangi spár eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 20:59 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er með dökka framtíðarsýn gangi spár eftir fyrir þingkosningarnar þar í landi. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki mjög spenntur fyrir næstu tveimur árum gangi spár fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar eru í dag eftir. Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48