Lögmál leiksins: „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 23:31 Sápuóperan í kringum þessa tvo heldur áfram. Al Bello/Getty Images Nei eða Já var á sínum stað í þætti vikunnar af Lögmál leiksins. Þar var venju samkvæmt farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta liðna viku. Farið var yfir stöðu mála í Stóra eplinu, klæðnað leikmanna og þjálfara deildarinnar, Nick Nurse og hvort meistarar Golden State ættu að fara hafa áhyggjur. „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum. Ég hef gaman að fylgjast með lestarslysum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson aðspurður hvort New York Knicks væri orðið mest spennandi félagið í New York. „Knicks eru bara svo rosalega óspennandi,“ bætti Tómas Steindórsson við og hélt áfram: „Ef þeir væru bara örlítið, ef það væri eitthvað spennandi við liðið, þá væri þetta já. En mér finnst þetta rosa, það er ekkert í gangi. Mér finnst þetta flatt og leiðinlegt.“ „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ sögðu Kjartan Atli og Hörður í kór um stöðu mála hjá Knicks. Ætti NBA að taka aftur upp reglur varðandi klæðaburð sem David Stern setti á sínum tíma? „Það má taka ákveðna leikmenn fyrir. Ég sá klæðaburðinn á Bol Bol á bekknum um daginn, það var agalegt. Svona 90 prósent af þeim virðast standa sig nokkuð vel en ég vil fá þjálfara aftur í jakkaföt,“ sagði Tómas Steindórsson áður heit umræða myndaðist varðandi hvort þjálfarar ættu að vera í jakkafötum eða kósígalla. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Nick Nurse er besti þjálfari í NBA? Svar Harðar var mjög stutt og laggott en umræðan í kjölfarið var töluvert lengri. Allir voru sammála Herði þó Tómas hafi viðurkennt að hann hefði einfaldlega ekki jafn mikla skoðun á þessu og aðrir í setti. Jæja, nú er kominn tími til fyrir Golden State Warriors að hafa áhyggjur? „Höfum áhyggjur eftir áramót,“ svaraði Tómas um hæl og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af Stephen Curry og félögum. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum. Ég hef gaman að fylgjast með lestarslysum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson aðspurður hvort New York Knicks væri orðið mest spennandi félagið í New York. „Knicks eru bara svo rosalega óspennandi,“ bætti Tómas Steindórsson við og hélt áfram: „Ef þeir væru bara örlítið, ef það væri eitthvað spennandi við liðið, þá væri þetta já. En mér finnst þetta rosa, það er ekkert í gangi. Mér finnst þetta flatt og leiðinlegt.“ „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ sögðu Kjartan Atli og Hörður í kór um stöðu mála hjá Knicks. Ætti NBA að taka aftur upp reglur varðandi klæðaburð sem David Stern setti á sínum tíma? „Það má taka ákveðna leikmenn fyrir. Ég sá klæðaburðinn á Bol Bol á bekknum um daginn, það var agalegt. Svona 90 prósent af þeim virðast standa sig nokkuð vel en ég vil fá þjálfara aftur í jakkaföt,“ sagði Tómas Steindórsson áður heit umræða myndaðist varðandi hvort þjálfarar ættu að vera í jakkafötum eða kósígalla. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Nick Nurse er besti þjálfari í NBA? Svar Harðar var mjög stutt og laggott en umræðan í kjölfarið var töluvert lengri. Allir voru sammála Herði þó Tómas hafi viðurkennt að hann hefði einfaldlega ekki jafn mikla skoðun á þessu og aðrir í setti. Jæja, nú er kominn tími til fyrir Golden State Warriors að hafa áhyggjur? „Höfum áhyggjur eftir áramót,“ svaraði Tómas um hæl og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af Stephen Curry og félögum. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti