Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 10:41 Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn í Reykjavík á næsta ári. Vísir/Vilhelm Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að um sé að ræða fjórða leiðtogafund Evrópuráðsins frá upphafi. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu 9. nóvember næstkomandi og mun gegna starfi formennsku í sex mánuði. Leiðtogafundurinn verður haldinn þegar því skeiði líkur, eða í maí 2023. Ísland hefur tvisvar áður gegnt formennsku í Evrópuráðinu, árin 1955 og 1999. Í formennsku Íslands felst að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðum alþjóðastofnunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland taki formennskuhlutverkinu alvarlega, enda sé tekist á við verkefnið á krefjandi tímum. „Evrópuráðið snýst um grunngildi samfélaga okkar; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið,“ segir Katrín. „Innrásin í Úkraínu, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar skapa áskoranir fyrir þessi grunngildi og því hefur aldrei verið mikilvægara að leiðtogar Evrópuþjóða endurnýi heitin og séu samtaka um að standa vörð um þessi gildi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, á blaðamannafundi í Strassborg í morgun.Stjórnarráðið Með formennskunni mun Ísland leggja áherslu á að efla grunngildi Evrópuráðsins, lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, að því sem segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að formennskan miði að því að styrkja Evrópuráðið sem sterka og opna alþjóðastofnun sem berst fyrir þessum grundvallargildum. Þá verður áhersla lögð á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnréttismál. Sérstök menningardagskrá verður gefin út á formennskutímabilinu þar sem íslensk menning, listir og atvinnulíf verður kynnt. Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að um sé að ræða fjórða leiðtogafund Evrópuráðsins frá upphafi. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu 9. nóvember næstkomandi og mun gegna starfi formennsku í sex mánuði. Leiðtogafundurinn verður haldinn þegar því skeiði líkur, eða í maí 2023. Ísland hefur tvisvar áður gegnt formennsku í Evrópuráðinu, árin 1955 og 1999. Í formennsku Íslands felst að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðum alþjóðastofnunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland taki formennskuhlutverkinu alvarlega, enda sé tekist á við verkefnið á krefjandi tímum. „Evrópuráðið snýst um grunngildi samfélaga okkar; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið,“ segir Katrín. „Innrásin í Úkraínu, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar skapa áskoranir fyrir þessi grunngildi og því hefur aldrei verið mikilvægara að leiðtogar Evrópuþjóða endurnýi heitin og séu samtaka um að standa vörð um þessi gildi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, á blaðamannafundi í Strassborg í morgun.Stjórnarráðið Með formennskunni mun Ísland leggja áherslu á að efla grunngildi Evrópuráðsins, lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, að því sem segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að formennskan miði að því að styrkja Evrópuráðið sem sterka og opna alþjóðastofnun sem berst fyrir þessum grundvallargildum. Þá verður áhersla lögð á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnréttismál. Sérstök menningardagskrá verður gefin út á formennskutímabilinu þar sem íslensk menning, listir og atvinnulíf verður kynnt.
Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira