Innlent

Mikið um slagsmál og ofurölvun í miðborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan hafði í nokrru að snúast í kvöld.
Lögreglan hafði í nokrru að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt með mörgum minniháttar málum sem tengdust ofurölvun eða slagsmálum. Lögreglumenn urðu meðal annars vitni að líkamsárás í miðborginni.

Tilkynnt var um líkamsárásina rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Örfáum mínútum síðar var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í miðborginni. Þrír voru handteknir á vettvangi og er málið sagt í rannsókn.

Annars staðar voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur og að aka án réttinda. Þeim var sleppt eftir sýnatöku.

Á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bifreið hafnaði utan vegar á umráðasvæði lögreglustöðvar fjögur sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ. Ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×