Bláa staðfestingarmerkið (e. verified) hefur lengi verið við lýði á miðlinum. Merkinu er ætlað að auðkenna notendur, til að mynda stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur. Guardian greinir frá.
Með merkinu þurfa notendur miðilsins því ekki að vera í vafa um að sá, sem tístir undir aðgangi, sé sá sem hann segist vera. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Nú virðist einfaldlega vera hægt að sækja um, greiða áskriftargjaldið, og fá staðfestingu.
„Mátturinn til fólksins,“ tísti Elon Musk eigandi Twitter fyrr í dag.
⚡️⚡️⚡️ Power to the People ⚡️⚡️⚡️
— Elon Musk (@elonmusk) November 5, 2022
Um er að ræða nýja tekjuöflunarleið Musk sem eignaðist fyrirtækið í síðustu viku. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er.
Musk greip til fjöldauppsagna á miðlinum í gær þar sem rúmlega helmingi starfsmanna var sagt upp. Hann segist þurfa að rétta fjárhag fyrirtækisins, þar sem Twitter tapi fjórum milljónum dala á dag.
„Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ segir Musk um málið.
Trash me all day, but it’ll cost $8
— Elon Musk (@elonmusk) November 5, 2022