„Allt sem við spiluðum sóknarlega gekk upp“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2022 17:30 Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði 11 mörk í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann átta marka sigur á Ísrael 34-26 í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk og var afar ángæð með sigurinn í viðtali eftir leik. „Mér fannst sóknarleikurinn mjög góður þar sem allt sem við spiluðum gekk upp. Við fengum á okkur 26 mörk sem var aðeins of mikið en annars var þetta mjög fínn leikur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir átta marka sigur á Ísrael. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið í fyrri hálfleik en síðan fann Ísland betri takt og náði hægt og rólega að byggja upp forskot. „Við vorum að renna blint í sjóinn með andstæðing og það tók smá tíma að finna jafnvægið. Við vildum keyra hratt á þær og hlaupa mikið en fórum aðeins fram úr okkur í byrjun.“ „Við fórum síðan að spila betri vörn og það var meira skipulag þegar við fórum í seinni bylgjuna.“ Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gerði fyrstu fjögur mörkin og Sandra sagði að það hafi verið talað um það í hálfleik að setja tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. „Þær fengu ódýr mörk í lok fyrri hálfleiks og enduðu á að skora úr fríkasti svo það var smá þungt yfir okkur inn í klefa í hálfleik en þá var lagt upp með að byrja sterkar í seinni hálfleik.“ Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og var markahæst hjá Íslandi með ellefu mörk og var ánægð með liðsfélagana sína sem voru að gefa á hana. „Ég fékk boltann rosa mikið þegar ég var laus og komin ein í gegn sem gerist ekki það oft og við spiluðum ótrúlega vel sem lið.“ Sandra taldi það afar ólíklegt að það myndi vera þreyta í liðinu gegn Ísrael á morgun. „Við náðum að rúlla þokkalega vel á liðinu og Ísrael spilaði langar sóknir og við fegnum hvíld við það,“ sagði Sandra að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Mér fannst sóknarleikurinn mjög góður þar sem allt sem við spiluðum gekk upp. Við fengum á okkur 26 mörk sem var aðeins of mikið en annars var þetta mjög fínn leikur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir átta marka sigur á Ísrael. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið í fyrri hálfleik en síðan fann Ísland betri takt og náði hægt og rólega að byggja upp forskot. „Við vorum að renna blint í sjóinn með andstæðing og það tók smá tíma að finna jafnvægið. Við vildum keyra hratt á þær og hlaupa mikið en fórum aðeins fram úr okkur í byrjun.“ „Við fórum síðan að spila betri vörn og það var meira skipulag þegar við fórum í seinni bylgjuna.“ Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gerði fyrstu fjögur mörkin og Sandra sagði að það hafi verið talað um það í hálfleik að setja tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. „Þær fengu ódýr mörk í lok fyrri hálfleiks og enduðu á að skora úr fríkasti svo það var smá þungt yfir okkur inn í klefa í hálfleik en þá var lagt upp með að byrja sterkar í seinni hálfleik.“ Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og var markahæst hjá Íslandi með ellefu mörk og var ánægð með liðsfélagana sína sem voru að gefa á hana. „Ég fékk boltann rosa mikið þegar ég var laus og komin ein í gegn sem gerist ekki það oft og við spiluðum ótrúlega vel sem lið.“ Sandra taldi það afar ólíklegt að það myndi vera þreyta í liðinu gegn Ísrael á morgun. „Við náðum að rúlla þokkalega vel á liðinu og Ísrael spilaði langar sóknir og við fegnum hvíld við það,“ sagði Sandra að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira