Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 11:52 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar faðir hennar var sakaður um sölu á ólöglegum vopnum. Vísir/Vilhelm Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06