„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 18:45 Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í setningarræðu sinni í Laugardalshöll síðdegis í dag. Hann lagði meðal annars til þess að skattar yrðu lækkaðir og skaut því næst föstum skotum á Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á Samfylkinguna í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll. Hann sagði Samfylkinguna hafa áttað sig á því að aðild að Evrópusambandinu kæmi ekki til greina og virtist bjóða þeim, sem farið hafa í aðra flokka, aftur heim. „Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22
Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31
Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent