Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 19:21 Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað á undanförnum árum í Reykjavík. Í vesturbænum er fjöldi íbúða að rísa þessa dagana. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30