Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2022 08:30 Hópurinn fékk endurgreiddan kostnað frá Play vegna sætavals í Airbus-vélinni, en fær hins vegar engar skaðabætur fyrir að hafa flogið til Alicante í leiguflugvél. Vísir/Vilhelm Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31