Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2022 22:00 Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Haukum hafa ekki byrjað tímabilið vel. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum tók Fram öll völd á vellinu og valtaði yfir Hauka. Gestirnir spiluðu góða vörn og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé fimm mörkum undir þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Leikhlé Rúnars skilaði ekki nokkrum sköpuðum hlut. Fram hélt áfram að niðurlægja Hauka og fjórum mínútum seinna brenndi Rúnar annað leikhlé í stöðunni 4-11. Rúnar reyndi að breyta um vörn, skipta um markmann, skipta um línumann og leikmenn í útlínunni en það breytti engu máli hver var á parketinu það gerðu allir leikmenn Hauka í buxurnar. Luka Vukicevic, leikmaður Fram, fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 9 mörk í tíu skotum. Það tók á að skora öll þessi mörk og bað Luka tvisvar um skiptingu í fyrri hálfleik. Lárus Helgi Ólafsson var einnig öflugur í markinu en hann varði tíu skot í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-22. Ótrúleg hálfleiksstaða á Ásvöllum. Haukar byrjuðu seinni hálfleik að moka sig í enn dýpri holu og lentu tólf mörkum undir 12-24 þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Loksins kveiknaði neisti og heimamenn fóru að berjast og taka á því í varnarleiknum. Haukar urðu fastir fyrir og náðu að saxa á forskot Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók sitt fyrsta leikhlé þegar tólf mínútur voru eftir en þá höfðu heimamenn minnkað forskot Fram niður í sjö mörk. Haukar héldu áfram að herja á Framara og náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk þegar sjö mínútur voru eftir. Fram var síðan við það að fara þægilega í gegnum síðustu tvær mínúturnar en þá bitu Haukar aftur frá sér en Magnús Gunnar Karlsson, markmaður Fram, fór í markið og varði mikilvæga bolta. Fram fagnaði tveggja marka sigri 32-34. Af hverju vann Fram? Leikurinn var búinn í hálfleik. Fyrri hálfleikur Framara var stórkostlegur þar sem allt gekk upp á báðum endum vallarins. Sama hvað Haukar reyndu að breyta í vörn og sókn með tveimur leikhléum með stuttu millibili það stöðvaði ekkert skínandi fyrri hálfleik Fram. Fram komst mest tólf mörkum yfir þegar 26 mínútur voru eftir og þrátt fyrir baráttu Hauka í seinni hálfleik var skaðinn því miður skeður fyrir Hauka. Hverjir stóðu upp úr? Luka Vukicevic spilaði sinn besta leik frá því hann gekk til liðs við Fram. Luka fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði níu mörk úr tíu skotum. Luka gerði aðeins eitt mark í seinni hálfleik en var duglegur að fara í árásir og fiska menn af velli. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var öflugur í fyrri hálfleik þar sem hann varði tíu skot. Lárus fann sig hins vegar ekki í seinni hálfleik og þá fór Magnús Gunnar Erlendsson í markið og varði mikilvæga bolta. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum hvernig Haukar spiluðu í fyrri hálfleik. Varnarleikur Hauka var ömurlegur þar sem menn klukkuðu varla sóknarmenn Fram ásamt því að spila lélega vörn í hraðaupphlaupum og seinni bylgju Fram ásamt því var markvarslan engin. Sóknarleikur Hauka var einnig hörmulegur. Haukar skoruðu fimm mörk á tæplega fimmtán mínútum og töpuðu fimm boltum á fyrstu tíu mínútunum. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var búinn að taka tvö leikhlé þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum en hann náði engan veginn til leikmanna. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 13. nóvember fer Fram á Ísafjörð og mætir Herði klukkan 16:00. Mánudaginn 14. nóvember mætast Haukar og Valur klukkan 19:30. „Ég vildi óska þess að þetta væri ekki alltaf svona spennandi en það er í lagi ef við vinnum“ Einar Jónsson var ánægður með sigurinn á Haukum.Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar sáttur með fyrri hálfleik Framara en fannst leikurinn full spennandi undir lokin. „Ég vildi óska þess að þetta væri ekki alltaf svona spennandi en á meðan við erum að taka stig og tala nú ekki um tvö stig eins og í dag þá er ég til í að hafa þetta spennandi ef okkur tekst að klára leikina.“ „Þorsteinn Gauti lofaði mér í upphafi tímabils að það yrðu ekki eins margir leikir eins og í fyrra sem voru spennandi. Þorsteinn hefur ekki staðið við það og ég þarf að fara taka hann á orðinu. Við áttum að klára þennan leik meira sannfærandi en hrós á Hauka fyrir að koma til baka í seinni hálfleik,“ sagði Einar Jónsson ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur Fram var frábær þar sem allt gekk upp sem varð til þess að Fram var tíu mörkum yfir í hálfleik 12-22. „Ég veit hvað við getum. Við höfum sýnt svona frammistöðu í vetur en ekki á löngum köflum og það er það sem við þurfum að vinna að. Við vorum samt sem áður að spila á móti frábæru liði og Haukar eiga eftir að vinna fullt af leikjum en ég er hrikalega ánægður með hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Ég vissi að við myndum ekki vinna með tuttugu mörkum en við hefðum getað gert aðeins betur í seinni hálfleik.“ Luka Vukicevic fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði níu mörk. Einar var afar ánægður með hans framlag í kvöld. „Við vorum búnir að skoða hann vel og vissum hvaða hann gæti. Hann átti ekkert frábært undirbúningstímabil en við sáum ýmislegt í honum. Þetta er frábær drengur, karakter og allt það sem við vonuðumst eftir. Hann var frábær á móti Gróttu og hefur spilað virkilega vel í vetur og eins gott að hann haldi haus núna,“ sagði Einar Jónsson og bætti við að Marko Coric hefur einnig spilað vel. Olís-deild karla Haukar Fram Handbolti
Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum tók Fram öll völd á vellinu og valtaði yfir Hauka. Gestirnir spiluðu góða vörn og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé fimm mörkum undir þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Leikhlé Rúnars skilaði ekki nokkrum sköpuðum hlut. Fram hélt áfram að niðurlægja Hauka og fjórum mínútum seinna brenndi Rúnar annað leikhlé í stöðunni 4-11. Rúnar reyndi að breyta um vörn, skipta um markmann, skipta um línumann og leikmenn í útlínunni en það breytti engu máli hver var á parketinu það gerðu allir leikmenn Hauka í buxurnar. Luka Vukicevic, leikmaður Fram, fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 9 mörk í tíu skotum. Það tók á að skora öll þessi mörk og bað Luka tvisvar um skiptingu í fyrri hálfleik. Lárus Helgi Ólafsson var einnig öflugur í markinu en hann varði tíu skot í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-22. Ótrúleg hálfleiksstaða á Ásvöllum. Haukar byrjuðu seinni hálfleik að moka sig í enn dýpri holu og lentu tólf mörkum undir 12-24 þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Loksins kveiknaði neisti og heimamenn fóru að berjast og taka á því í varnarleiknum. Haukar urðu fastir fyrir og náðu að saxa á forskot Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók sitt fyrsta leikhlé þegar tólf mínútur voru eftir en þá höfðu heimamenn minnkað forskot Fram niður í sjö mörk. Haukar héldu áfram að herja á Framara og náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk þegar sjö mínútur voru eftir. Fram var síðan við það að fara þægilega í gegnum síðustu tvær mínúturnar en þá bitu Haukar aftur frá sér en Magnús Gunnar Karlsson, markmaður Fram, fór í markið og varði mikilvæga bolta. Fram fagnaði tveggja marka sigri 32-34. Af hverju vann Fram? Leikurinn var búinn í hálfleik. Fyrri hálfleikur Framara var stórkostlegur þar sem allt gekk upp á báðum endum vallarins. Sama hvað Haukar reyndu að breyta í vörn og sókn með tveimur leikhléum með stuttu millibili það stöðvaði ekkert skínandi fyrri hálfleik Fram. Fram komst mest tólf mörkum yfir þegar 26 mínútur voru eftir og þrátt fyrir baráttu Hauka í seinni hálfleik var skaðinn því miður skeður fyrir Hauka. Hverjir stóðu upp úr? Luka Vukicevic spilaði sinn besta leik frá því hann gekk til liðs við Fram. Luka fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði níu mörk úr tíu skotum. Luka gerði aðeins eitt mark í seinni hálfleik en var duglegur að fara í árásir og fiska menn af velli. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var öflugur í fyrri hálfleik þar sem hann varði tíu skot. Lárus fann sig hins vegar ekki í seinni hálfleik og þá fór Magnús Gunnar Erlendsson í markið og varði mikilvæga bolta. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum hvernig Haukar spiluðu í fyrri hálfleik. Varnarleikur Hauka var ömurlegur þar sem menn klukkuðu varla sóknarmenn Fram ásamt því að spila lélega vörn í hraðaupphlaupum og seinni bylgju Fram ásamt því var markvarslan engin. Sóknarleikur Hauka var einnig hörmulegur. Haukar skoruðu fimm mörk á tæplega fimmtán mínútum og töpuðu fimm boltum á fyrstu tíu mínútunum. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var búinn að taka tvö leikhlé þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum en hann náði engan veginn til leikmanna. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 13. nóvember fer Fram á Ísafjörð og mætir Herði klukkan 16:00. Mánudaginn 14. nóvember mætast Haukar og Valur klukkan 19:30. „Ég vildi óska þess að þetta væri ekki alltaf svona spennandi en það er í lagi ef við vinnum“ Einar Jónsson var ánægður með sigurinn á Haukum.Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar sáttur með fyrri hálfleik Framara en fannst leikurinn full spennandi undir lokin. „Ég vildi óska þess að þetta væri ekki alltaf svona spennandi en á meðan við erum að taka stig og tala nú ekki um tvö stig eins og í dag þá er ég til í að hafa þetta spennandi ef okkur tekst að klára leikina.“ „Þorsteinn Gauti lofaði mér í upphafi tímabils að það yrðu ekki eins margir leikir eins og í fyrra sem voru spennandi. Þorsteinn hefur ekki staðið við það og ég þarf að fara taka hann á orðinu. Við áttum að klára þennan leik meira sannfærandi en hrós á Hauka fyrir að koma til baka í seinni hálfleik,“ sagði Einar Jónsson ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur Fram var frábær þar sem allt gekk upp sem varð til þess að Fram var tíu mörkum yfir í hálfleik 12-22. „Ég veit hvað við getum. Við höfum sýnt svona frammistöðu í vetur en ekki á löngum köflum og það er það sem við þurfum að vinna að. Við vorum samt sem áður að spila á móti frábæru liði og Haukar eiga eftir að vinna fullt af leikjum en ég er hrikalega ánægður með hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Ég vissi að við myndum ekki vinna með tuttugu mörkum en við hefðum getað gert aðeins betur í seinni hálfleik.“ Luka Vukicevic fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði níu mörk. Einar var afar ánægður með hans framlag í kvöld. „Við vorum búnir að skoða hann vel og vissum hvaða hann gæti. Hann átti ekkert frábært undirbúningstímabil en við sáum ýmislegt í honum. Þetta er frábær drengur, karakter og allt það sem við vonuðumst eftir. Hann var frábær á móti Gróttu og hefur spilað virkilega vel í vetur og eins gott að hann haldi haus núna,“ sagði Einar Jónsson og bætti við að Marko Coric hefur einnig spilað vel.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti