Handbolti

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri Mag­deburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir átti mjög góðan leik í dag.
Gísli Þorgeir átti mjög góðan leik í dag. Twitter@SCMagdeburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri.

Meistarar Magdeburgar gerðu jafntefli við Bjarka Má Elísson og félaga hans í Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Magdeburg sýndi mátt sinn og megin í dag og átti aldrei í vandræðum með lið Leipzig.

Munurinn var þó aðeins þrjú mörk í hálfleik, staðan þá 14-11, en í þeim síðari áttu gestirnir frá Leipzig aldrei möguleika, lokatölur 32-24.

Gísli Þorgeir var eins og áður sagði frábær en hann skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar. Ómar Ingi skoraði eitt en gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Leipzig skoraði Viggó Kristjánsson þrjú ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Magdeburg er í 4. sæti deildarinnar á meðan Leipzig er í því 16. og í bullandi fallbaráttu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×