Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 07:33 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira