Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hann sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár fyrir aldamót, var bæjarstjóri í sjö ár í Hafnarfirði og var kjörinn aftur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrr í ár.
Þá sat hann á þingi fyrir Alþýðuflokkinn, og síðar Samfylkinguna til 2005. Hann var varaformaður Alþýðuflokksins 1994-1996 og aftur árið 1999, í aðdraganda þess að Alþýðuflokkurinn gekk inn í Samfylkinguna. Guðmundur Árni var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar félagsmálaráðherra árunum 1993 til 1994, að því er segir í fréttatilkynningu um kjör Guðmundar Árna.
Því er ljóst að mikill reynslubolti tekur við varaformannssætinu af Heiðu Björg Hilmisdóttur, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa verið kjörin formaður Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu.