Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 28. október 2022 14:01 Nú hafa 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins mælt fyrir frumvarpi sem í orði kveðnu snýst um vernd félagafrelsis á íslenskum vinnumarkaði. Í ræðu og riti fara þingmenn flokksins mikinn um samanburð við hin Norðurlöndin og mikilvægi þess að við stöndum þeim jafnfætis. Allt í nafni frelsis. Hljómar aldeilis vel, er það ekki? Í síðustu viku var hjá mér starfsmaður NHK sem er samnorrænn félagsskapur stéttarfélaga verslunarfólks. Við ræddum þetta frumvarp og stöðu stéttarfélaga á Norðurlöndunum í því samhengi. Það er staðreynd að aðild að stéttarfélögum í títtnefndum Norðurlöndum hefur verið í frjálsu falli síðasta áratug sem má rekja til sambærilegra breytinga og þeirra sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja nú til. Slagkraftur hreyfingarinnar á Norðurlöndunum hefur minnkað sem því nemur, sem dæmi hefur félagsaðild í Svíþjóð fallið úr yfir 80% og er komin undir 50% á örfáum árum. Í frumvarpinu er sérstaklega vísað til dóms sem hafði gríðarleg áhrif á systurfélag okkar í Danmörku, þar sem hrun varð í aðild í kjölfarið. Áhrifunum í Danmörku hefur verið lýst þannig að þetta hafi komið lang verst niður á þeim hópum sem eru viðkvæmastir á vinnumarkaði. Ungu fólki og þau sem ný eru á vinnumarkaði. Hvað þýðir þetta og af hverju þessi skyndilegi áhugi Sjálfstæðisflokksins á félagafrelsi og samanburði við hin Norðurlöndin? Sama flokks og barist hefur hvað harðast gegn breytingum í okkar samfélagi sem miða að sambærilegum lífskjörum sömu Norðurlanda og er þeim fyrirmynd í þessu tiltekna frumvarpi? Sama flokk og ekki hefur ljáð máls á því að innleiða atvinnulýðræði með sama hætti og gerist á hinum Norðurlöndunum og er sannarlega hluti af þeirra vinnumarkaði. Þetta er furðu valkvæð nálgun. Frá gerð Lífskjarasamningsins 2019 voru fjölmörg atriði, sem samið var um, er tala inn í þau lífskjör sem við viljum byggja upp og eru að norrænni fyrirmynd . Húsnæðismarkaður með aukinni leiguvernd og húsnæðislánakerfi sem byggir á sanngirni í stað okurs. Húsnæðislið úr vísitölunni og bann við verðtryggðum lánum. Bættur aðgangur að heilbrigðisþjónustu, tannlækningum, þjónustu við aldraða og svo mætti lengi telja af löngum lista mála sem hreyfingin hefur beitt sér fyrir í gegnum árin en ný forysta Sjálfstæðisflokksins barið jafn harðan niður. En af hverju að draga félagsaðild út fyrir sviga? Af reynslu frændþjóða okkar að dæma er búið að tjóðra verkalýðsfélög svo niður að mótstaða þeirra við ágangi auðvaldsins verður sífellt minni og er komin niður á alvarlegt stig. Ef við horfum til Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri landa má rekja versnandi stöðu launafólks til hnignunar verkalýðsfélaga. Svo alvarleg er staðan í Bandaríkjunum að millistéttin hefur nær þurrkast út og bilið aukist milli ríkra og þeirra sem lifa við fátækt og sárafátækt, sem fer ört fjölgandi. Raunar þarf ekki annað en nefna þá staðreynd að kaupmáttur hefur rýrnað og launakjör í Bretlandi, þar sem gengið hefur verið hvað harðast fram gagnvart samtökum launafólks, hafa verið nánast óbreytt í 12 ár. Sömu 12 ár og Íhaldsflokkurinn breski hefur verið við völd í landinu. Trúir því nokkur að Sjálfstæðisflokknum gangi gott eitt til? Ég get deilt með ykkur minni reynslu af samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn og starfsmenn ráðuneyta undir hans stjórn. Árið 2019 sömdum við um fjölmörg atriði gagnvart stjórnvöldum er snúa að grunnkerfunum okkar og bætingu þeirra. Í stuttu máli eru vanefndir rauði þráðurinn í því sem stendur á stjórnvöld. Og fyrir löngu er ljóst að lítið sem ekkert er að marka það sem stjórnmálin lofa og segjast ætla að gera, þau meina allt annað. Það á einnig við um efndir samninga, alveg sama þó hlutirnir kostuðu ríkið ekki krónu en gátu bætt hér lífskjör til skemmri og lengri tíma. Það var allt til þess unnið að útþynna loforð eða tefja, með eitt lykilmarkmið í huga. Að koma í veg fyrir samfélagslega mikilvægar breytingar. Ég hef verið að safna í annan pistil um þetta tiltekna mál er snýr að þessum ótrúlega og einbeitta vilja Sjálfstæðisflokksins að berja niður mikilvæg samfélagsleg þjóðþrifamál. Og reyna að svara spurningunnni af hverju flokkurinn vill viðhalda og vera í sem mestu kúgunarsambandi við þjóð sína. Á meðan margir eldri sjálfstæðismenn sem ég hef verið í sambandi við síðustu ár, sem höfðu sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna, reyndu sífellt að gagnast samfélaginu og skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir. Þá var sérhagsmunagæslan líka sterk en á sama tíma voru byggð dvalarheimili fyrir aldraða og húsnæðisuppbygging eins og Breiðholtið leit dagsins ljós. Það var ekki reynt að vinna gegn svona málum eins og gert er í dag. Hvað breyttist og hvenær varð þessi viðurstyggilega stefnubreyting að nóg er aldrei nóg fyrir auðstéttina? En að frumvarpinu og málflutningi þeirra sem bera það á borð. Líkt og þekkt er úr smiðju þeirra sem vilja brjóta á bak aftur samtök launafólks, þá er hér vondu máli pakkað inn í fallegar umbúðir sem merktar eru með frelsi. Því hver er á móti frelsi? Þar er talað um valdeflingu launafólks sem eru vægast sagt öfugmæli. Frumvarpið snýst um að brjóta niður verkalýðshreyfinguna í þeirri mynd sem við þekkjum í dag með því að auka möguleika þeirra til atvinnu sem eru tilbúnir að standa utan stéttarfélaga. Og dettur einhverjum í hug að fólk sem stendur utan stéttarfélags sé í betri og valdeflandi stöðu til að sækja sér kjarabætur? Eða leggja út fyrir kostnaði við að sækja rétt sinn sé á því brotið? Eða efla veikindarétt, stytta vinnuviku, fjölga orlofsdögum, byggja hagkvæmt húsnæði, lengja fæðingarorlof og byggja ofan á þau mikilvægu réttindi sem verkalýðshreyfingunni hefur tekist að ná fram síðustu áratugi í krafti fjöldans og samstöðunnar í gegnum stéttarfélögin? Hvað þá að spyrna við sjálftökunni og spillingunni sem grasserar í okkar samfélagi? Hvor ætli verði í betri stöðu til að fá starf þegar farið er yfir umsóknir? Sá sem stendur utan stéttarfélags eða sá sem stendur innan þeirra? Nei, það frelsi sem hér er í boði er ekki aukið frelsi launafólks. Þvert á móti er hér gerð atlaga að því að draga úr frelsi þess og hefta möguleika til þess að sækja sér betri lífskjör. Samanburður við Norðurlöndin. Af hverju tala þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki um samanburð við Norðurlöndin þegar kemur að húsnæðismarkaðnum? Hvernig regluverki er háttað á leigumarkaði og þeim lánakjörum sem þar bjóðast? Af hverju snýst samanburðurinn ekki um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og kostnaðarþáttöku sjúklinga, gjaldtöku fyrir aðgang að auðlindum eins og í Noregi? Hvað með skattkerfin og hvernig fjármagnið og auðstéttin er sköttuð? Hvar er sá samanburður? Nei, við skulum bera saman stéttarfélögin. Það væri þjóðráð að fjölmiðlarnir kölluðu eftir viðhorfi þeirra sem fara fyrir verkalýðshreyfingunni á Norðurlöndunum og í Bretlandi og spyrðu þá hvernig svona breytingar horfa við þeim og hvernig reynslan hefur verið. Ég leyfi mér að vona að við sem íbúar þessa lands séum ekki farin að trúa því að flokkur sem stendur fyrir jafn grímulausri sérhagsmunagæslu, flokkur sem berst með svo hatrömmum hætti gegn minnstu tilraunum okkar til að bæta hér lífskjör, að norrænni fyrirmynd, hafi upp úr þurru hagsmuni vinnandi fólks að leiðarljósi. Það sem býr að baki er upphafið að hnignun stéttarfélaga og tilveru þeirra og þeirri mótspyrnu og aðhaldi sem þau hafa sýnt gegn botnlausri græðgi og ágangi sérhagsmunaafla í gegnum árin og áratugina. Fyrirmyndirnar og afleiðingarnar af þessari þróun eru víðar en við höldum. Og hún er ógnvænleg. Þetta er ekki í fyrsta og ekki í síðasta skipti sem úlfarnir eru með frelsi til sölu. Stundum höfum við keypt af þeim frelsi og þá greitt fyrir það dýru verði, allt í nafni frelsis og einkavæðingar. Stundum hefur okkur borið gæfa til að sjá í gegnum gæruna. En ef við horfum á sjávarauðlindina okkar, kvótakerfið, fiskeldið, bankana, kerfisbundið niðurbrot innviða eins og heilbrigðiskerfið sem einkavæðingakórinn lómir yfir. Það er engin tilviljun að ekki tókst að hafa af okkur orkuauðlindina á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn skilur ekkert eftir fyrir fólkið í landinu og mun aldrei gera undir núverandi forystu. Af þessari þróun hafa margir sjálfstæðismenn miklar áhyggjur. Áhyggjur af því hversu sálarlaust og grimmilegt sérhagsmunabákn hann er orðinn. Og það er ekki að ástæðulausu. Við erum fyrirmyndin. Og við skulum ekki gleyma því að við á litla Íslandi erum fyrirmyndir Norðurlandaþjóða þegar kemur að stéttarfélagsaðild, líklega eitt af því fáa sem eftir er í okkar samfélagi sem litið er upp til af frændþjóðum okkar. Fyrir síðustu kosningar kepptust frambjóðendur þessa sama Sjálfstæðisflokks um að dásama lífskjör hér á landi. Sem vissulega eru almennt góð. En er einmitt og sérstaklega vegna þess að hér eru öflug samtök launafólks, sem standa vörð um almannahagsmuni og halda uppi öflugri baráttu fyrir bættum lífskjörum. Hvers vegna telur Sjálfstæðisflokkurinn það eftirsóknarvert að sækja sér fyrirmyndir til Bretlands þegar efnahagur þar er nú rjúkandi rúst eftir 12 ára valdatíð Íhaldsflokksins? Getur verið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins telji lífskjör almennt of góð hér á landi? Í það minnsta virðist þetta frumvarp hafa þann eina tilgang að skerða hér lífskjör og auka á óréttlæti til lengri tíma. Þegar ég var ungur maður maður skráði ég mig í Sjálfstæðisflokkinn, fyrir pizzu og bjór, til að styðja við nokkra félaga mína sem voru að potast áfram til metorða í ungliðahreyfingu flokksins. Síðan þá hefur það reynst erfitt að segja sig úr þessum félagsskap þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ég hef því verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í yfir þrjá áratugi hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki gengið sérlega hart fram við að skrá mig úr flokknum síðustu ár þar sem aðildin gefur mér möguleika á að hafa áhrif á persónukjör í prófkjörum flokksins. Vil ég því nota tækifærið og biðla til félaga minna innan flokksins að praktísera, það sem þeir predika í orði, þegar kemur að einlægri ósk þeirra um að byggja hér upp samfélag að Norrænni fyrirmynd og verja um leið það litla sem við erum til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir og koma þessu máli ofan í neðstu skúffur Valhallar, þar sem nýja stjórnarskráin, bankaskýrslan og fleiri þjóðþrifamál er geymd. Núverandi forysta er á góðri leið með að koma flokknum niður í léttvínsfylgi sem er ein leið í að jaðarsetja flokkinn. Hin leiðin er að nota komandi Landsfund til að efla tengslin við verkalýðshreyfinguna og hafna frekari aðför að vinnandi fólki. Höfundur er formaður VR og félagi í Sjálfstæðisflokknum til meira en 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Nú hafa 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins mælt fyrir frumvarpi sem í orði kveðnu snýst um vernd félagafrelsis á íslenskum vinnumarkaði. Í ræðu og riti fara þingmenn flokksins mikinn um samanburð við hin Norðurlöndin og mikilvægi þess að við stöndum þeim jafnfætis. Allt í nafni frelsis. Hljómar aldeilis vel, er það ekki? Í síðustu viku var hjá mér starfsmaður NHK sem er samnorrænn félagsskapur stéttarfélaga verslunarfólks. Við ræddum þetta frumvarp og stöðu stéttarfélaga á Norðurlöndunum í því samhengi. Það er staðreynd að aðild að stéttarfélögum í títtnefndum Norðurlöndum hefur verið í frjálsu falli síðasta áratug sem má rekja til sambærilegra breytinga og þeirra sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja nú til. Slagkraftur hreyfingarinnar á Norðurlöndunum hefur minnkað sem því nemur, sem dæmi hefur félagsaðild í Svíþjóð fallið úr yfir 80% og er komin undir 50% á örfáum árum. Í frumvarpinu er sérstaklega vísað til dóms sem hafði gríðarleg áhrif á systurfélag okkar í Danmörku, þar sem hrun varð í aðild í kjölfarið. Áhrifunum í Danmörku hefur verið lýst þannig að þetta hafi komið lang verst niður á þeim hópum sem eru viðkvæmastir á vinnumarkaði. Ungu fólki og þau sem ný eru á vinnumarkaði. Hvað þýðir þetta og af hverju þessi skyndilegi áhugi Sjálfstæðisflokksins á félagafrelsi og samanburði við hin Norðurlöndin? Sama flokks og barist hefur hvað harðast gegn breytingum í okkar samfélagi sem miða að sambærilegum lífskjörum sömu Norðurlanda og er þeim fyrirmynd í þessu tiltekna frumvarpi? Sama flokk og ekki hefur ljáð máls á því að innleiða atvinnulýðræði með sama hætti og gerist á hinum Norðurlöndunum og er sannarlega hluti af þeirra vinnumarkaði. Þetta er furðu valkvæð nálgun. Frá gerð Lífskjarasamningsins 2019 voru fjölmörg atriði, sem samið var um, er tala inn í þau lífskjör sem við viljum byggja upp og eru að norrænni fyrirmynd . Húsnæðismarkaður með aukinni leiguvernd og húsnæðislánakerfi sem byggir á sanngirni í stað okurs. Húsnæðislið úr vísitölunni og bann við verðtryggðum lánum. Bættur aðgangur að heilbrigðisþjónustu, tannlækningum, þjónustu við aldraða og svo mætti lengi telja af löngum lista mála sem hreyfingin hefur beitt sér fyrir í gegnum árin en ný forysta Sjálfstæðisflokksins barið jafn harðan niður. En af hverju að draga félagsaðild út fyrir sviga? Af reynslu frændþjóða okkar að dæma er búið að tjóðra verkalýðsfélög svo niður að mótstaða þeirra við ágangi auðvaldsins verður sífellt minni og er komin niður á alvarlegt stig. Ef við horfum til Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri landa má rekja versnandi stöðu launafólks til hnignunar verkalýðsfélaga. Svo alvarleg er staðan í Bandaríkjunum að millistéttin hefur nær þurrkast út og bilið aukist milli ríkra og þeirra sem lifa við fátækt og sárafátækt, sem fer ört fjölgandi. Raunar þarf ekki annað en nefna þá staðreynd að kaupmáttur hefur rýrnað og launakjör í Bretlandi, þar sem gengið hefur verið hvað harðast fram gagnvart samtökum launafólks, hafa verið nánast óbreytt í 12 ár. Sömu 12 ár og Íhaldsflokkurinn breski hefur verið við völd í landinu. Trúir því nokkur að Sjálfstæðisflokknum gangi gott eitt til? Ég get deilt með ykkur minni reynslu af samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn og starfsmenn ráðuneyta undir hans stjórn. Árið 2019 sömdum við um fjölmörg atriði gagnvart stjórnvöldum er snúa að grunnkerfunum okkar og bætingu þeirra. Í stuttu máli eru vanefndir rauði þráðurinn í því sem stendur á stjórnvöld. Og fyrir löngu er ljóst að lítið sem ekkert er að marka það sem stjórnmálin lofa og segjast ætla að gera, þau meina allt annað. Það á einnig við um efndir samninga, alveg sama þó hlutirnir kostuðu ríkið ekki krónu en gátu bætt hér lífskjör til skemmri og lengri tíma. Það var allt til þess unnið að útþynna loforð eða tefja, með eitt lykilmarkmið í huga. Að koma í veg fyrir samfélagslega mikilvægar breytingar. Ég hef verið að safna í annan pistil um þetta tiltekna mál er snýr að þessum ótrúlega og einbeitta vilja Sjálfstæðisflokksins að berja niður mikilvæg samfélagsleg þjóðþrifamál. Og reyna að svara spurningunnni af hverju flokkurinn vill viðhalda og vera í sem mestu kúgunarsambandi við þjóð sína. Á meðan margir eldri sjálfstæðismenn sem ég hef verið í sambandi við síðustu ár, sem höfðu sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna, reyndu sífellt að gagnast samfélaginu og skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir. Þá var sérhagsmunagæslan líka sterk en á sama tíma voru byggð dvalarheimili fyrir aldraða og húsnæðisuppbygging eins og Breiðholtið leit dagsins ljós. Það var ekki reynt að vinna gegn svona málum eins og gert er í dag. Hvað breyttist og hvenær varð þessi viðurstyggilega stefnubreyting að nóg er aldrei nóg fyrir auðstéttina? En að frumvarpinu og málflutningi þeirra sem bera það á borð. Líkt og þekkt er úr smiðju þeirra sem vilja brjóta á bak aftur samtök launafólks, þá er hér vondu máli pakkað inn í fallegar umbúðir sem merktar eru með frelsi. Því hver er á móti frelsi? Þar er talað um valdeflingu launafólks sem eru vægast sagt öfugmæli. Frumvarpið snýst um að brjóta niður verkalýðshreyfinguna í þeirri mynd sem við þekkjum í dag með því að auka möguleika þeirra til atvinnu sem eru tilbúnir að standa utan stéttarfélaga. Og dettur einhverjum í hug að fólk sem stendur utan stéttarfélags sé í betri og valdeflandi stöðu til að sækja sér kjarabætur? Eða leggja út fyrir kostnaði við að sækja rétt sinn sé á því brotið? Eða efla veikindarétt, stytta vinnuviku, fjölga orlofsdögum, byggja hagkvæmt húsnæði, lengja fæðingarorlof og byggja ofan á þau mikilvægu réttindi sem verkalýðshreyfingunni hefur tekist að ná fram síðustu áratugi í krafti fjöldans og samstöðunnar í gegnum stéttarfélögin? Hvað þá að spyrna við sjálftökunni og spillingunni sem grasserar í okkar samfélagi? Hvor ætli verði í betri stöðu til að fá starf þegar farið er yfir umsóknir? Sá sem stendur utan stéttarfélags eða sá sem stendur innan þeirra? Nei, það frelsi sem hér er í boði er ekki aukið frelsi launafólks. Þvert á móti er hér gerð atlaga að því að draga úr frelsi þess og hefta möguleika til þess að sækja sér betri lífskjör. Samanburður við Norðurlöndin. Af hverju tala þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki um samanburð við Norðurlöndin þegar kemur að húsnæðismarkaðnum? Hvernig regluverki er háttað á leigumarkaði og þeim lánakjörum sem þar bjóðast? Af hverju snýst samanburðurinn ekki um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og kostnaðarþáttöku sjúklinga, gjaldtöku fyrir aðgang að auðlindum eins og í Noregi? Hvað með skattkerfin og hvernig fjármagnið og auðstéttin er sköttuð? Hvar er sá samanburður? Nei, við skulum bera saman stéttarfélögin. Það væri þjóðráð að fjölmiðlarnir kölluðu eftir viðhorfi þeirra sem fara fyrir verkalýðshreyfingunni á Norðurlöndunum og í Bretlandi og spyrðu þá hvernig svona breytingar horfa við þeim og hvernig reynslan hefur verið. Ég leyfi mér að vona að við sem íbúar þessa lands séum ekki farin að trúa því að flokkur sem stendur fyrir jafn grímulausri sérhagsmunagæslu, flokkur sem berst með svo hatrömmum hætti gegn minnstu tilraunum okkar til að bæta hér lífskjör, að norrænni fyrirmynd, hafi upp úr þurru hagsmuni vinnandi fólks að leiðarljósi. Það sem býr að baki er upphafið að hnignun stéttarfélaga og tilveru þeirra og þeirri mótspyrnu og aðhaldi sem þau hafa sýnt gegn botnlausri græðgi og ágangi sérhagsmunaafla í gegnum árin og áratugina. Fyrirmyndirnar og afleiðingarnar af þessari þróun eru víðar en við höldum. Og hún er ógnvænleg. Þetta er ekki í fyrsta og ekki í síðasta skipti sem úlfarnir eru með frelsi til sölu. Stundum höfum við keypt af þeim frelsi og þá greitt fyrir það dýru verði, allt í nafni frelsis og einkavæðingar. Stundum hefur okkur borið gæfa til að sjá í gegnum gæruna. En ef við horfum á sjávarauðlindina okkar, kvótakerfið, fiskeldið, bankana, kerfisbundið niðurbrot innviða eins og heilbrigðiskerfið sem einkavæðingakórinn lómir yfir. Það er engin tilviljun að ekki tókst að hafa af okkur orkuauðlindina á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn skilur ekkert eftir fyrir fólkið í landinu og mun aldrei gera undir núverandi forystu. Af þessari þróun hafa margir sjálfstæðismenn miklar áhyggjur. Áhyggjur af því hversu sálarlaust og grimmilegt sérhagsmunabákn hann er orðinn. Og það er ekki að ástæðulausu. Við erum fyrirmyndin. Og við skulum ekki gleyma því að við á litla Íslandi erum fyrirmyndir Norðurlandaþjóða þegar kemur að stéttarfélagsaðild, líklega eitt af því fáa sem eftir er í okkar samfélagi sem litið er upp til af frændþjóðum okkar. Fyrir síðustu kosningar kepptust frambjóðendur þessa sama Sjálfstæðisflokks um að dásama lífskjör hér á landi. Sem vissulega eru almennt góð. En er einmitt og sérstaklega vegna þess að hér eru öflug samtök launafólks, sem standa vörð um almannahagsmuni og halda uppi öflugri baráttu fyrir bættum lífskjörum. Hvers vegna telur Sjálfstæðisflokkurinn það eftirsóknarvert að sækja sér fyrirmyndir til Bretlands þegar efnahagur þar er nú rjúkandi rúst eftir 12 ára valdatíð Íhaldsflokksins? Getur verið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins telji lífskjör almennt of góð hér á landi? Í það minnsta virðist þetta frumvarp hafa þann eina tilgang að skerða hér lífskjör og auka á óréttlæti til lengri tíma. Þegar ég var ungur maður maður skráði ég mig í Sjálfstæðisflokkinn, fyrir pizzu og bjór, til að styðja við nokkra félaga mína sem voru að potast áfram til metorða í ungliðahreyfingu flokksins. Síðan þá hefur það reynst erfitt að segja sig úr þessum félagsskap þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ég hef því verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í yfir þrjá áratugi hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki gengið sérlega hart fram við að skrá mig úr flokknum síðustu ár þar sem aðildin gefur mér möguleika á að hafa áhrif á persónukjör í prófkjörum flokksins. Vil ég því nota tækifærið og biðla til félaga minna innan flokksins að praktísera, það sem þeir predika í orði, þegar kemur að einlægri ósk þeirra um að byggja hér upp samfélag að Norrænni fyrirmynd og verja um leið það litla sem við erum til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir og koma þessu máli ofan í neðstu skúffur Valhallar, þar sem nýja stjórnarskráin, bankaskýrslan og fleiri þjóðþrifamál er geymd. Núverandi forysta er á góðri leið með að koma flokknum niður í léttvínsfylgi sem er ein leið í að jaðarsetja flokkinn. Hin leiðin er að nota komandi Landsfund til að efla tengslin við verkalýðshreyfinguna og hafna frekari aðför að vinnandi fólki. Höfundur er formaður VR og félagi í Sjálfstæðisflokknum til meira en 30 ára.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun