Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 12:27 Falcon 9 eldflaug SpaceX var í gær notuð til að bera 53 Starlink-gervihnetti á braut um jörðu. AP/John Antczak Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. Konstantin Vorontsvov, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneyti Rússlands, sagði í gær að Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn Úkraínu væru að nota borgaralega gervihnetti í átökum. Hann nefndi ekki í hvers eigu umræddir gervihnettir eru. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er mögulegt að hann sé að tala um Starlink-gervihnattanetið sem sagt er vera Úkraínumönnum gífurlega mikilvægt. Auðjöfurinn Elon Musk bað varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna nýverið um að greiða fyrir netþjónustu Úkraínumanna því mikill kostnaður hefði fallið á fyrirtækið SpaceX, sem rekur gervihnattanetið. Sjá einnig: Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Fyrirtæki eins og Viasat Inc., Maxar Technologies og Planet Labs PBC hafa einnig gert samninga við bandarískar leyniþjónustur. WSJ hefur eftir John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að árásum á bandaríska gervihnetti yrði svarað með viðeigandi hætti. Rússar yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir slíka árás. Hann sagði einnig að Rússar hefðu unnið að þróun tækni til að granda gervihnöttum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. 27. október 2022 21:53 Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Konstantin Vorontsvov, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneyti Rússlands, sagði í gær að Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn Úkraínu væru að nota borgaralega gervihnetti í átökum. Hann nefndi ekki í hvers eigu umræddir gervihnettir eru. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er mögulegt að hann sé að tala um Starlink-gervihnattanetið sem sagt er vera Úkraínumönnum gífurlega mikilvægt. Auðjöfurinn Elon Musk bað varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna nýverið um að greiða fyrir netþjónustu Úkraínumanna því mikill kostnaður hefði fallið á fyrirtækið SpaceX, sem rekur gervihnattanetið. Sjá einnig: Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Fyrirtæki eins og Viasat Inc., Maxar Technologies og Planet Labs PBC hafa einnig gert samninga við bandarískar leyniþjónustur. WSJ hefur eftir John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að árásum á bandaríska gervihnetti yrði svarað með viðeigandi hætti. Rússar yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir slíka árás. Hann sagði einnig að Rússar hefðu unnið að þróun tækni til að granda gervihnöttum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. 27. október 2022 21:53 Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34
Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. 27. október 2022 21:53
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20