Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. október 2022 13:35 Sjálfsbjörg vill vekja foreldra og skólayfirvöld til meðvitundar um aðgengi. Sjálfsbjörg Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi. „Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“ Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
„Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“
Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33