Innlent

Líkfundur við Skeifuna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Líkið fannst fyrir utan húsnæði þar sem raftækjaverslunin Elko var áður til húsa.
Líkið fannst fyrir utan húsnæði þar sem raftækjaverslunin Elko var áður til húsa. Vísir/Viktor

Lokað var fyrir vegfarendur um nokkrar götur í Skeifunni fyrr í kvöld vegna líkfundar. Talsverður fjöldi lögreglumanna var á svæðinu. 

RÚV greinir frá þessu. Í samtali við fréttastofu segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að andlátið hafi ekki borið að með saknæmum hætti.

Líkið fannst þar sem raftækjaverslunin Elko var áður til húsa. Rafn segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Samkvæmt frétt DV lá líkið fyrir utan inngang að kjallara hússins.

Stigi þessi leiðir niður að inngangi að kjallara húsnæðisins.Vísir/Viktor

Uppfært klukkan 20:03:

Öllum aðgerðum lögreglu við Skeifuna er lokið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×