Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er garðyrkjustöðin Blómahornið heimsótt. Hún er í jaðri byggðarinnar á Reyðarfirði og okkur er sagt að hún sé aðalgarðyrkjustöðin á Austurlandi.
Viðskiptavinirnir koma af öllu Austurlandi, allt suður frá Djúpavogi, ofan af Héraði og norðan frá Vopnafirði. Anna Heiða segist sitja nánast ein að öllu markaðssvæðinu.
Aðalstarfið segir hún felast í ræktun sumarblóma. Hún sýnir okkur einnig fjölær blóm og trjáplöntur þegar hún leiðir okkur um garðyrkjustöðina.
Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 17. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+.
Hér má sjá kafla úr þættinum: