Enskan tröllríður verslunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. október 2022 14:00 Lefties Store á Gran Vía í Madrid er í eigu spænsku samsteypunnar Inditex Group. Cristina Arias/Getty Images Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega. Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega.
Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira