Foreldrar verði að setja börnum sínum skýrari ramma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2022 16:43 Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að foreldrar leiki lykilhlutverk í samfélagsmiðla-og öryggismálum. Þeir verði að setja börnum skýrari ramma um notkun snjallsíma. Algert lágmark sé að virða aldurstakmörk miðlanna. Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir að þegar grunur vakni um einelti í barnahópi sé það lykilatriði grípa strax inn í til að passa að málin fái ekki að grasserast og þróast til verri vegar þar til þau verði hálf óviðráðanleg. Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Arnar segist hafa verið verulega brugðið vegna málsins. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu. Þetta er svo hræðilegt mál og hræðileg saga. Við hjá Heimili og skóla erum ekki beint að fá svona mál til okkar; ekki þegar þau eru komin svona langt. Við fáum frekar mál þar sem ríkir samskiptaárekstur á milli foreldra og skóla. Kannski myndu einhver þessa mála enda með þessum hætti ef við myndum ekki grípa inn í.“ Hann hafi í sínum störfum komist að því að snemmtækt inngrip sé algert lykilatriði til að forða því að málin þróist á versta veg. „Annars fær þetta að malla og vaxa.“ „Snemmtækt inngrip er algert lykilatriði. Það þarf að fá alla aðila að borðinu; gerendur, þolendur, skólann og foreldra. Þeir leika lykilhlutverk í þessu. Því fyrr sem við náum að grípa inn í þeim mun líklegra er að við náum að koma í veg fyrir að málin nái að vaxa með þessum hætti.“ Arnar segir mikilvægt að samfélagið hugi nú að forvörnum. Skólinn gæti til dæmis innleitt fræðslu um hegðun á samfélagsmiðlum og almennri félagsfærni. Hann var spurður hvaða breytingar hann myndi vilja sjá í þessum efnum. „Skólamenning er lituð af okkar almennu menningu. Ég held að við, sem samfélag, og líka fullorðið fólk, þurfi að taka sig taki og ígrunda hvernig samskiptin eru heilt yfir; hvernig komum við fram við náungann? Foreldrar, fullorðið fólk og allir sem tjá sig á samfélagsmiðlum og annars staðar þurfa að huga að því að börn lesa þetta.“ En hvað skólakerfið varðar sé mikilvægt að ekkert fum og fát verði í málum sem þessum. „Skólinn þarf fyrst og fremst að vera með skýrar, marvissar og skilvirkar áætlanir um hvernig bregðast skuli við. Hverjar eru forvarnirnar og hver eru markmiðin? Hvernig ætlum við að vinna bug á þessu? Ef allar áætlanir, allir ferlar og allir hagaðilar eru þátttakendur í því að koma í veg fyrir svona og sinna forvörnum með markvissum hætti þá ætti það að leiða til góðs.“ Arnar bindur miklar vonir við þær breytingar sem mennta-og barnamálaráðherra vill koma til leiðar í skólakerfinu. Þá verði hægt að samræma betur viðbrögð skóla landsins í eineltismálum. „Ég held að það sé eitt af því sem það mun leiða af sér, öll vinnan í kringum farsældina. Við hjá Heimili og skóla og foreldrar verðum virkir þátttakendur í því og leikum þar lykilhlutverk og það kemur til með að draga úr svona tilvikum ef allt gengur upp og að allt verði markvissara, skipulagðara og heilbrigðara.“ Samfélagsmiðlar virðast vera í forgrunni þegar eineltismál hafa komið upp á síðustu árum. Ekki er langt síðan fréttir af hatursfullum áróðri ungmenna á samfélagsmiðlum voru í hámæli. „Í fyrsta lagi þurfa foreldar að setja ramma í kringum börnin sín. Það er algjörlega óeðlilegt að börn fylgi ekki þessum aldurstengdu viðmiðum á þessum miðlum. Foreldrar verða að passa það. Við þurfum að fræða börnin og við þurfum að fræða foreldra, það er lykilatriðið í þessu, vegna þess að foreldrar í þessum samfélagsmiðla- og netöryggismálum leika þar lykilhlutverk. Það eru þau sem taka á móti börnunum og það eru þau sem eiga þetta samtal við börnin og leiðbeina þeim um hvernig þau eigi að takast á við það sem þau eru að lenda í.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Stafræn þróun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. 21. október 2022 14:15 Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 22:46 Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Arnar segist hafa verið verulega brugðið vegna málsins. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu. Þetta er svo hræðilegt mál og hræðileg saga. Við hjá Heimili og skóla erum ekki beint að fá svona mál til okkar; ekki þegar þau eru komin svona langt. Við fáum frekar mál þar sem ríkir samskiptaárekstur á milli foreldra og skóla. Kannski myndu einhver þessa mála enda með þessum hætti ef við myndum ekki grípa inn í.“ Hann hafi í sínum störfum komist að því að snemmtækt inngrip sé algert lykilatriði til að forða því að málin þróist á versta veg. „Annars fær þetta að malla og vaxa.“ „Snemmtækt inngrip er algert lykilatriði. Það þarf að fá alla aðila að borðinu; gerendur, þolendur, skólann og foreldra. Þeir leika lykilhlutverk í þessu. Því fyrr sem við náum að grípa inn í þeim mun líklegra er að við náum að koma í veg fyrir að málin nái að vaxa með þessum hætti.“ Arnar segir mikilvægt að samfélagið hugi nú að forvörnum. Skólinn gæti til dæmis innleitt fræðslu um hegðun á samfélagsmiðlum og almennri félagsfærni. Hann var spurður hvaða breytingar hann myndi vilja sjá í þessum efnum. „Skólamenning er lituð af okkar almennu menningu. Ég held að við, sem samfélag, og líka fullorðið fólk, þurfi að taka sig taki og ígrunda hvernig samskiptin eru heilt yfir; hvernig komum við fram við náungann? Foreldrar, fullorðið fólk og allir sem tjá sig á samfélagsmiðlum og annars staðar þurfa að huga að því að börn lesa þetta.“ En hvað skólakerfið varðar sé mikilvægt að ekkert fum og fát verði í málum sem þessum. „Skólinn þarf fyrst og fremst að vera með skýrar, marvissar og skilvirkar áætlanir um hvernig bregðast skuli við. Hverjar eru forvarnirnar og hver eru markmiðin? Hvernig ætlum við að vinna bug á þessu? Ef allar áætlanir, allir ferlar og allir hagaðilar eru þátttakendur í því að koma í veg fyrir svona og sinna forvörnum með markvissum hætti þá ætti það að leiða til góðs.“ Arnar bindur miklar vonir við þær breytingar sem mennta-og barnamálaráðherra vill koma til leiðar í skólakerfinu. Þá verði hægt að samræma betur viðbrögð skóla landsins í eineltismálum. „Ég held að það sé eitt af því sem það mun leiða af sér, öll vinnan í kringum farsældina. Við hjá Heimili og skóla og foreldrar verðum virkir þátttakendur í því og leikum þar lykilhlutverk og það kemur til með að draga úr svona tilvikum ef allt gengur upp og að allt verði markvissara, skipulagðara og heilbrigðara.“ Samfélagsmiðlar virðast vera í forgrunni þegar eineltismál hafa komið upp á síðustu árum. Ekki er langt síðan fréttir af hatursfullum áróðri ungmenna á samfélagsmiðlum voru í hámæli. „Í fyrsta lagi þurfa foreldar að setja ramma í kringum börnin sín. Það er algjörlega óeðlilegt að börn fylgi ekki þessum aldurstengdu viðmiðum á þessum miðlum. Foreldrar verða að passa það. Við þurfum að fræða börnin og við þurfum að fræða foreldra, það er lykilatriðið í þessu, vegna þess að foreldrar í þessum samfélagsmiðla- og netöryggismálum leika þar lykilhlutverk. Það eru þau sem taka á móti börnunum og það eru þau sem eiga þetta samtal við börnin og leiðbeina þeim um hvernig þau eigi að takast á við það sem þau eru að lenda í.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Stafræn þróun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. 21. október 2022 14:15 Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 22:46 Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. 21. október 2022 14:15
Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 22:46
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15