Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 22:46 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm þegar kemur að samskiptum á netinu. Vísir/Egill Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31