„Mig langar næstum að gubba yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2022 13:03 Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir að það yrði mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum. Formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir það vera ömurlegt að fordómafullum boðskap sé haldið að börnum í Vottum Jéhóva. Umdeilt kennslumyndband sé hreint út sagt ógeðslegt. Hún segir það mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum en finnst ástæða til að fylgjast með þróuninni hjá Norðmönnum í þessum efnum. Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“ Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“
Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45