Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum Skúli B. Geirdal skrifar 20. október 2022 11:31 Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt? Jú þetta á sér stað að stórum hluta inni á samfélagsmiðlum þar sem aldurstakmarkið er í flestum tilfellum 13 ára. Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess? Hér ætla ég að nefna þrjár ástæður þess að fylgja ætti aldurstakmörkum inni á samfélagsmiðlum sem byggja á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar á börnum og netmiðlum 1. Skaðlegt efni TikTok, Snapchat, YouTube, Instagram, Facebook, Twitter, Discord, Viber, Yubo, Tellonym og ég gæti haldið áfram. Allir þessi miðlar eiga það sameiginlegt að vera með 13 ára aldurstakmark til þess að stofna megi aðgangsreikninga. Samt eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára á TikTok og Snapchat, 50% er með sinn eigin aðgang á YouTube og 30% á Instagram. Algóritminn á þessum miðlum er fljótur að lesa hegðun notenda. Það þarf oft ekki mikið til, oft ekki meira en einn smell á efni sem algóritminn les sem skref í ákveðna átt og áður en maður veit af þá er búið að leiða mann inn á efni sem ætlunin var kannski alls ekki að heimsækja. Á meðal barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafa: 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr 27% séð leiðir til að grenna sig verulega (með t.d. lystarstoli eða lotugræðgi) 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum 20% séð áætlanir um slagsmál 18% séð leiðir til að skaða sig líkamlega 2. Áreiti frá ókunnugum Stelpur eru mun líklegri en strákar til þess að fá kynferðisleg komment og beiðnir um nektarmyndir á netinu en strákar. Tæplega 7 af hverjum 10 stelpum sem hafa fengið beiðni um nektarmynd, á grunn- og framhaldsskólaaldri, fengu beiðnina frá ókunnugum, samanborið við 3 af hverjum 10 strákum. Þessir ókunnugu einstaklingar geta bæði verið eldri einstaklingar sem misnota yfirburða stöðu sína gagnvart þeim sem yngri eru en líka jafnaldrar. Um 40% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára eiga falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. Þessa reikninga geta þau notað til þess að taka þátt í eineltinu, ofbeldinu og hatrinu, án þess að koma fram undir nafni. Þau skýla sér þannig á bak við nafnleysið og líður þá eins og þau beri ekki lengur fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Á meðal barna og ungmenna hafa: 7 af hverjum 10 stelpum á framhaldsskólaaldri, og helmingur á efsta stigi grunnskóla, fengið beiðni um að senda af sér nektarmynd. 24% stelpna á aldrinum 15-17 ára upplifað þvinganir til þess að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar um sig á netinu. 18% stelpna og 14% stráka á aldrinum 15-17 ára upplifað að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu gegn vilja þeirra. 3. Stafrænt fótspor Að lokum langar mig að nefna stafrænt fótspor, en það er í einföldu máli allt það efni sem við og aðrir búum til og deilum um okkur á netinu. Með því að leyfa börnum að nota miðla sem þau hafa ekki aldur og þroska til þá erum við að gefa þeim leyfi til að stíga þar sínu fyrstu stafrænu fótspor. Netið gleymir engu og þess vegna er það svo að þegar að þessi spor hafa verið tekin þá verður oft ekki aftur snúið. Hérna þurfum við sem eldri erum að passa upp á börnin okkar. Þau eru á mikilvægu þroskaskeiði í lífinu sem felur í sér bæði framfaraskref og feilspor. Þegar að ég fæddist fyrir 30 árum var ekki til neitt sem hét Wi-Fi, Bluetooth eða samfélagsmiðlar. Nei, það er ekki lengra síðan. Ég fékk því að stíga mín feilspor í friði, án þess að þau væru skrásett á netinu. Munum svo að þetta á ekki bara við um það efni sem börn og ungmennisetja sjálf inn á samfélagsmiðla, heldur líka það efni sem við sem foreldrar setjum inn af þeim. Ég vil undirstrika að það er margt jákvætt varðandi tækniframfarir, netnotkun, samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í okkar samfélagi. Það þarf bara ekki að selja nokkrum manni það. Hins vegar höfum við gleymt okkur dálítið í því hvað þetta er allt frábært og skemmtilegt. Þegar að við gefum börnunum okkar leyfi til þess að nota samfélagsmiðla er mikilvægt að við ræðum þessi þrjú atriði við börnin okkar: Skaðlegt efni, áreiti frá ókunnugum og stafrænt fótspor. Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar og þurfum því að taka þessa hluti til okkar. Hvernig getum við ætlast til þess að aðrir passi upp á börnin okkar ef við gerum það ekki? Sama hversu oft börnin okkar segja það þá er það bara einfaldlega ekki svo að það séu „allir á TikTok og Snapchat“. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Miðlalæsi á Íslandi – Hluti III: Haturstal og neikvæð upplifun af netinu- Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Maskínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Facebook TikTok Twitter Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt? Jú þetta á sér stað að stórum hluta inni á samfélagsmiðlum þar sem aldurstakmarkið er í flestum tilfellum 13 ára. Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess? Hér ætla ég að nefna þrjár ástæður þess að fylgja ætti aldurstakmörkum inni á samfélagsmiðlum sem byggja á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar á börnum og netmiðlum 1. Skaðlegt efni TikTok, Snapchat, YouTube, Instagram, Facebook, Twitter, Discord, Viber, Yubo, Tellonym og ég gæti haldið áfram. Allir þessi miðlar eiga það sameiginlegt að vera með 13 ára aldurstakmark til þess að stofna megi aðgangsreikninga. Samt eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára á TikTok og Snapchat, 50% er með sinn eigin aðgang á YouTube og 30% á Instagram. Algóritminn á þessum miðlum er fljótur að lesa hegðun notenda. Það þarf oft ekki mikið til, oft ekki meira en einn smell á efni sem algóritminn les sem skref í ákveðna átt og áður en maður veit af þá er búið að leiða mann inn á efni sem ætlunin var kannski alls ekki að heimsækja. Á meðal barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafa: 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr 27% séð leiðir til að grenna sig verulega (með t.d. lystarstoli eða lotugræðgi) 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum 20% séð áætlanir um slagsmál 18% séð leiðir til að skaða sig líkamlega 2. Áreiti frá ókunnugum Stelpur eru mun líklegri en strákar til þess að fá kynferðisleg komment og beiðnir um nektarmyndir á netinu en strákar. Tæplega 7 af hverjum 10 stelpum sem hafa fengið beiðni um nektarmynd, á grunn- og framhaldsskólaaldri, fengu beiðnina frá ókunnugum, samanborið við 3 af hverjum 10 strákum. Þessir ókunnugu einstaklingar geta bæði verið eldri einstaklingar sem misnota yfirburða stöðu sína gagnvart þeim sem yngri eru en líka jafnaldrar. Um 40% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára eiga falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. Þessa reikninga geta þau notað til þess að taka þátt í eineltinu, ofbeldinu og hatrinu, án þess að koma fram undir nafni. Þau skýla sér þannig á bak við nafnleysið og líður þá eins og þau beri ekki lengur fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Á meðal barna og ungmenna hafa: 7 af hverjum 10 stelpum á framhaldsskólaaldri, og helmingur á efsta stigi grunnskóla, fengið beiðni um að senda af sér nektarmynd. 24% stelpna á aldrinum 15-17 ára upplifað þvinganir til þess að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar um sig á netinu. 18% stelpna og 14% stráka á aldrinum 15-17 ára upplifað að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu gegn vilja þeirra. 3. Stafrænt fótspor Að lokum langar mig að nefna stafrænt fótspor, en það er í einföldu máli allt það efni sem við og aðrir búum til og deilum um okkur á netinu. Með því að leyfa börnum að nota miðla sem þau hafa ekki aldur og þroska til þá erum við að gefa þeim leyfi til að stíga þar sínu fyrstu stafrænu fótspor. Netið gleymir engu og þess vegna er það svo að þegar að þessi spor hafa verið tekin þá verður oft ekki aftur snúið. Hérna þurfum við sem eldri erum að passa upp á börnin okkar. Þau eru á mikilvægu þroskaskeiði í lífinu sem felur í sér bæði framfaraskref og feilspor. Þegar að ég fæddist fyrir 30 árum var ekki til neitt sem hét Wi-Fi, Bluetooth eða samfélagsmiðlar. Nei, það er ekki lengra síðan. Ég fékk því að stíga mín feilspor í friði, án þess að þau væru skrásett á netinu. Munum svo að þetta á ekki bara við um það efni sem börn og ungmennisetja sjálf inn á samfélagsmiðla, heldur líka það efni sem við sem foreldrar setjum inn af þeim. Ég vil undirstrika að það er margt jákvætt varðandi tækniframfarir, netnotkun, samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í okkar samfélagi. Það þarf bara ekki að selja nokkrum manni það. Hins vegar höfum við gleymt okkur dálítið í því hvað þetta er allt frábært og skemmtilegt. Þegar að við gefum börnunum okkar leyfi til þess að nota samfélagsmiðla er mikilvægt að við ræðum þessi þrjú atriði við börnin okkar: Skaðlegt efni, áreiti frá ókunnugum og stafrænt fótspor. Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar og þurfum því að taka þessa hluti til okkar. Hvernig getum við ætlast til þess að aðrir passi upp á börnin okkar ef við gerum það ekki? Sama hversu oft börnin okkar segja það þá er það bara einfaldlega ekki svo að það séu „allir á TikTok og Snapchat“. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Miðlalæsi á Íslandi – Hluti III: Haturstal og neikvæð upplifun af netinu- Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Maskínu
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar