Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 14:01 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15. NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15.
NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira