Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 10:51 Bylgja mótmæla hófst í Íran í kjölfar dauða Möhsu Amini í haldi siðgæðislögreglunnar í september. Síðan þá hafa nokkrar táningsstúlkur látið lífið en yfirvöld neita því að bera ábyrgð á dauða þeirra frekar en Amini. AP/Markus Schreiber Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins. Stéttarfélag kennara í Ardabil heldur því fram að Asra Panahi hafi verið barin til bana í Shahed-framhaldsskólanum þegar yfirvöld neyddu nemendur ólöglega til þess að taka þátt í viðburði til stuðnings ríkisstjórninni í síðustu viku. Þeim hafi meðal annars verið skipað að flytja lag til dýrðar æjatollanum Khomenei, æðsta leiðtoga landsins. Við upphaf viðburðarins hafi nokkur fjöldi nemenda gert hróp að stjórnvöldum. Þá hafi bæði óeinkennisklæddir karlar og konur úr röðum öryggissveita ausið svívirðingum yfir nemendurna og barið þá. Eftir að kennsla hófst á ný hafi öryggissveitir gert rassíu í skólanum og barið suma nemendur enn meira. Nokkrir nemendur séu særðir og tíu handteknir. Panahi hafi látist á sjúkrahúsi skömmu síðar. Írönsk yfirvöld hafna frásögn kennarasambands og fullyrða að Panahi hafi þjáðst af hjartagalla. Þingmaður Ardabil hélt því fram að stúlkan hefði svipt sig lífi með því að taka inn töflur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Klerkastjórnin hefur gefið svipaðar skýringar á dauða annarra stúlkna í mótmælaöldu sem hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur. Mótmælin hófust eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglu en fjölskylda hennar segir að hún hafi einnig verið barin til bana. Ættingjar stúlknanna hafa meðal annars verið dregnir fram í ríkisfjölmiðla til þess að segja þær hafa þjáðst af heilsubresti sem skýri dauða þeirra. Íran Jafnréttismál Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Stéttarfélag kennara í Ardabil heldur því fram að Asra Panahi hafi verið barin til bana í Shahed-framhaldsskólanum þegar yfirvöld neyddu nemendur ólöglega til þess að taka þátt í viðburði til stuðnings ríkisstjórninni í síðustu viku. Þeim hafi meðal annars verið skipað að flytja lag til dýrðar æjatollanum Khomenei, æðsta leiðtoga landsins. Við upphaf viðburðarins hafi nokkur fjöldi nemenda gert hróp að stjórnvöldum. Þá hafi bæði óeinkennisklæddir karlar og konur úr röðum öryggissveita ausið svívirðingum yfir nemendurna og barið þá. Eftir að kennsla hófst á ný hafi öryggissveitir gert rassíu í skólanum og barið suma nemendur enn meira. Nokkrir nemendur séu særðir og tíu handteknir. Panahi hafi látist á sjúkrahúsi skömmu síðar. Írönsk yfirvöld hafna frásögn kennarasambands og fullyrða að Panahi hafi þjáðst af hjartagalla. Þingmaður Ardabil hélt því fram að stúlkan hefði svipt sig lífi með því að taka inn töflur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Klerkastjórnin hefur gefið svipaðar skýringar á dauða annarra stúlkna í mótmælaöldu sem hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur. Mótmælin hófust eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglu en fjölskylda hennar segir að hún hafi einnig verið barin til bana. Ættingjar stúlknanna hafa meðal annars verið dregnir fram í ríkisfjölmiðla til þess að segja þær hafa þjáðst af heilsubresti sem skýri dauða þeirra.
Íran Jafnréttismál Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40