Íris Stefanía jarðaði fylgjuna í uppáhaldsfjörunni Elísabet Hanna skrifar 21. október 2022 07:00 Þegar heim var komið af spítalanum eftir fæðinguna fann Íris hjá sér að hún væri ekki tilbúin að kveðja fylguna en nú, ári síðar, hafi tíminn verið kominn. Aðsend Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir jarðaði fylgjuna sína í uppáhalds fjörunni sinni. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig,“ segir hún um athöfnina í samtali við Vísi. Íris var í veikindaleyfi á þriðju meðgöngunni sinni og náði að gefa sér tíma til þess að fræðast betur um meðgöngur og fæðingar en hún hafði náð á sínum fyrri meðgöngum. Hún segir það hafa verið valdeflandi að átta sig á því að hún mætti spyrja spurninga og stjórna ferðinni sjálf. „Þegar ég kom inn í þriðju fæðinguna vildi ég stjórna öllu sjálf,“ segir hún. Fylgjan er mögnuð Það sem greip athygli hennar sérstaklega var fylgjan og það hvernig þessu einstaka líffæri, sem líkaminn býr til, sé hent í ruslið eins og úrgang. „Fylgjur eru svo magnaðar en þeim er hent eins og rusli á spítölum. Mér finnst þær eigi betra skilið. Þær eru ekki úrgangur eftir fæðingu. Þær eru stórkostlegt líffæri sem tengir tvær manneskjur saman,“ sagði Íris í færslu á samfélagsmiðli sínum. Eftir að Íris átti þriðja barnið sitt óskaði hún eftir því að fá að eiga fylgjuna en fékk þau svör að það væri strangt til tekið ekki í boði. Hún segist þó hafa fengið hana heim í poka á endanum en segir vinkonur sínar þó ekki hafa verið jafn heppnar með svör. „Hjá einni var henni bannað að eiga hana og hjá annarri týndist hún, fór bara í ruslið og fannst ekki aftur.“ Athöfn við sjóinn Þegar heim var komið af spítalanum eftir fæðinguna fann Íris hjá sér að hún væri ekki tilbúin að kveðja hana en nú, ári síðar, hafi tíminn verið kominn. „Ég er sjálf sjávartengd, það er mitt turn on,“ segir hún um valið á staðsetningunni. „Þegar ég er illa fyrirkölluð fer ég í fjöruna og ég er mikið í sjósundi og ég vildi hafa þá tengingu.“ Íris kvaddi fylgjuna og þakkaði henni fyrir allt sem hún hefur gert.Aðsend Í upphafi segist hún ekki hafa verið viss um það hvort að hún ætti að bjóða fimmtíu manns eða vera ein en endaði á því að hafa aðeins innsta kjarnann sinn hjá sér. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig.“ Hún segist ekki hafa viljað hafa fólk í kringum sig sem gæti þótt athöfnin skrítin. „Ég skal alveg vera flippaða týpan en ég kæri mig ekki um það þegar eitthvað skiptir mig miklu máli,“ bætir hún við. Hún segir viðbrögðin hafa verið góð en það kom henni á óvart þegar vinkonur hennar hrósuðu henni fyrir að vera ögrandi. „Ég fattaði ekki að þetta væri ögrandi. Við þurfum að sjá þessar myndir og sjá þetta efni til þess að venjast því,“ segir hún um myndirnar sem hún birti af fylgjunni. „Ef við sýnum aldrei þetta skrítna, fjölbreytilega litróf þá venjumst við því aldrei.“ Unaðsleg fæðing Fyrir fæðinguna kynntist hún heimspekinni á bak við Orgasmic birth sem snýst um það að eiga öruggar og ánægjulegar fæðingar. Íris segir markmiðið ekki vera að að fá fullnægingu eða stunda sjálfsfróun, þó að það geti fylgt ferlinu, heldur að eiga ánægjulega fæðingu þar sem þú ert við völd. Hún segir hormónið Oxytocin hjálpa til í fæðingu og því leggi fæðingarnámskeið oft mikið upp úr því að láta sér líða vel. Slökkva ljósin og fá snertingu frá maka. „En svo þorir enginn að fara lengra og segja það er hægt að fróa sér, nudda kynfærin, kyssast og jafnvel stunda kynlíf,“ segir Íris. Hún bætir því við að núna verði eflaust einhverjir sjokkeraðir. Sjálf segist hún hafa kynnt sér málið mjög vel fyrir sína fæðingu. Íris segir fæðinguna hafa verið mjög góða.Aðsend „Ég gerði það á milli hríða, nuddaði kynfærasvæðið og nuddaði snípinn og tengdi við líkamann. Tengdi við svæðið. Tengdi við barnið. Tengdi við útvíkkunina, legið og píkuna.“ Hún segir það bæði hafa hjálpað með sársaukann og að tengjast. „Ég tók fæðinguna upp og horfi á hana til þess að láta mér líða vel, ég hefði ekki getað gert það með mínar fyrri fæðingar,“ segir Íris. Hún er þakklát fyrir að hafa upplifað svona valdeflandi og góða fæðingu. Í dag fræðir hún aðra áhugasama um kynveruna sem býr innra með okkur. Ástin og lífið Barnalán Heilsa Tengdar fréttir „Hæ nýi magi“ Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. 26. apríl 2022 14:30 Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30. september 2021 15:00 Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. 17. nóvember 2021 18:23 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Íris var í veikindaleyfi á þriðju meðgöngunni sinni og náði að gefa sér tíma til þess að fræðast betur um meðgöngur og fæðingar en hún hafði náð á sínum fyrri meðgöngum. Hún segir það hafa verið valdeflandi að átta sig á því að hún mætti spyrja spurninga og stjórna ferðinni sjálf. „Þegar ég kom inn í þriðju fæðinguna vildi ég stjórna öllu sjálf,“ segir hún. Fylgjan er mögnuð Það sem greip athygli hennar sérstaklega var fylgjan og það hvernig þessu einstaka líffæri, sem líkaminn býr til, sé hent í ruslið eins og úrgang. „Fylgjur eru svo magnaðar en þeim er hent eins og rusli á spítölum. Mér finnst þær eigi betra skilið. Þær eru ekki úrgangur eftir fæðingu. Þær eru stórkostlegt líffæri sem tengir tvær manneskjur saman,“ sagði Íris í færslu á samfélagsmiðli sínum. Eftir að Íris átti þriðja barnið sitt óskaði hún eftir því að fá að eiga fylgjuna en fékk þau svör að það væri strangt til tekið ekki í boði. Hún segist þó hafa fengið hana heim í poka á endanum en segir vinkonur sínar þó ekki hafa verið jafn heppnar með svör. „Hjá einni var henni bannað að eiga hana og hjá annarri týndist hún, fór bara í ruslið og fannst ekki aftur.“ Athöfn við sjóinn Þegar heim var komið af spítalanum eftir fæðinguna fann Íris hjá sér að hún væri ekki tilbúin að kveðja hana en nú, ári síðar, hafi tíminn verið kominn. „Ég er sjálf sjávartengd, það er mitt turn on,“ segir hún um valið á staðsetningunni. „Þegar ég er illa fyrirkölluð fer ég í fjöruna og ég er mikið í sjósundi og ég vildi hafa þá tengingu.“ Íris kvaddi fylgjuna og þakkaði henni fyrir allt sem hún hefur gert.Aðsend Í upphafi segist hún ekki hafa verið viss um það hvort að hún ætti að bjóða fimmtíu manns eða vera ein en endaði á því að hafa aðeins innsta kjarnann sinn hjá sér. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig.“ Hún segist ekki hafa viljað hafa fólk í kringum sig sem gæti þótt athöfnin skrítin. „Ég skal alveg vera flippaða týpan en ég kæri mig ekki um það þegar eitthvað skiptir mig miklu máli,“ bætir hún við. Hún segir viðbrögðin hafa verið góð en það kom henni á óvart þegar vinkonur hennar hrósuðu henni fyrir að vera ögrandi. „Ég fattaði ekki að þetta væri ögrandi. Við þurfum að sjá þessar myndir og sjá þetta efni til þess að venjast því,“ segir hún um myndirnar sem hún birti af fylgjunni. „Ef við sýnum aldrei þetta skrítna, fjölbreytilega litróf þá venjumst við því aldrei.“ Unaðsleg fæðing Fyrir fæðinguna kynntist hún heimspekinni á bak við Orgasmic birth sem snýst um það að eiga öruggar og ánægjulegar fæðingar. Íris segir markmiðið ekki vera að að fá fullnægingu eða stunda sjálfsfróun, þó að það geti fylgt ferlinu, heldur að eiga ánægjulega fæðingu þar sem þú ert við völd. Hún segir hormónið Oxytocin hjálpa til í fæðingu og því leggi fæðingarnámskeið oft mikið upp úr því að láta sér líða vel. Slökkva ljósin og fá snertingu frá maka. „En svo þorir enginn að fara lengra og segja það er hægt að fróa sér, nudda kynfærin, kyssast og jafnvel stunda kynlíf,“ segir Íris. Hún bætir því við að núna verði eflaust einhverjir sjokkeraðir. Sjálf segist hún hafa kynnt sér málið mjög vel fyrir sína fæðingu. Íris segir fæðinguna hafa verið mjög góða.Aðsend „Ég gerði það á milli hríða, nuddaði kynfærasvæðið og nuddaði snípinn og tengdi við líkamann. Tengdi við svæðið. Tengdi við barnið. Tengdi við útvíkkunina, legið og píkuna.“ Hún segir það bæði hafa hjálpað með sársaukann og að tengjast. „Ég tók fæðinguna upp og horfi á hana til þess að láta mér líða vel, ég hefði ekki getað gert það með mínar fyrri fæðingar,“ segir Íris. Hún er þakklát fyrir að hafa upplifað svona valdeflandi og góða fæðingu. Í dag fræðir hún aðra áhugasama um kynveruna sem býr innra með okkur.
Ástin og lífið Barnalán Heilsa Tengdar fréttir „Hæ nýi magi“ Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. 26. apríl 2022 14:30 Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30. september 2021 15:00 Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. 17. nóvember 2021 18:23 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Hæ nýi magi“ Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. 26. apríl 2022 14:30
Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30. september 2021 15:00
Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. 17. nóvember 2021 18:23