Anníe Mist: Viðkvæm vegna magans á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir reynir að hafa jákvæð áhrif á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir vonast til þess að fylgjendur hennar setji sig í spor annarra og hugsi sig vel um áður en þeir gagnrýna. Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira