Anníe Mist: Viðkvæm vegna magans á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir reynir að hafa jákvæð áhrif á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir vonast til þess að fylgjendur hennar setji sig í spor annarra og hugsi sig vel um áður en þeir gagnrýna. Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira