Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2022 16:35 Ragnar Erling er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. vísir/egill Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan: Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan:
Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent