Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2022 12:06 Rannveig Sigurðardóttir er varaseðlabankastjóri. vísir/vilhelm Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. Rannveig og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, voru gestir á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar kynntu þau skýrslu Peningastefnunefndar, sem þau stýra. Að auki fóru þau yfir horfur í efnahagsmálum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, gerði töluverða hækkun breytilegra vaxta á íbúðarlánum að umtalsefni sínu. Með skarpri hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði frá þeim lágpunkti sem þeir voru í undir lok árs 2020 hafa þeir vextir sem viðskiptabankarnir bjóða upp á lánum hækkað samhliða. Breytilegir vextir hækkað skarpt Því fylgir að mánaðarlegar afborganir á lánum sem eru á breytilegum vöxtum hafa hækkað með og það nokkuð skarpt. Til að mynda hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum Arion banka farið úr 3,44 prósentum í desember 2020 þegar þeir voru lægstir í 7,59 prósent nú. Hjá Landsbankanum fóru sambærilegir vextir lægst í 3,3 prósent en eru nú 7,25. Fasteignamarkaðurinn og hækkanir þar hafa verið í brennidepli undanfarin misseri.vísir/vilhelm Rannveig gerði umræðu um þessa þróun að umtalsefni sínu á nefndarfundinum. „Síðan finnst mér þessi umræða um greiðslubyrðina og hækkun greiðslubyrðinnar vera svolítið á villigötum. Vegna þess að þegar við erum að skoða okkar gögn, þar sem við sjáum bæði greiðslubyrði, hverjir eru með hvers konar lán og annað slíkt, þá er greiðslubyrðin aðallega þyngst, að aukast, á lánum sem eru með breytilegum vöxtum, ekki satt?“ spurði Rannveig. Hægt að reikna hvað sem er í Excel Benti hún á að flestir sem séu eingöngu með breytilega vexti á lánum sínum séu með háar tekjur og að sögn Rannveigar tækju þeir margir bara þessa hækkun á sig. „Margir sem eru með breytilega vexti eru ekki bara með lán á breytilegum vöxtum. Það er mjög algengt að fólk sé með tvær til fjórar gerðir af lánum. Það er mjög algengt að fólk taki verðtryggð lán til helminga og lán með breytilegum vöxtum til helminga,“ sagði Rannveig. Benti hún einnig á að hægt væri að útbúa dæmi sem sýndu gríðarlega hækkun á afborgunum lána með breytilega vexti. Slík dæmi eru raunar algeng í umræðunni, eins og sjá má þessari mynd hér fyrir neðan. Myndin birtist í frétt Stöðvar 2 í janúar síðastliðnum og sýnir dæmi um hversu afborgarnir á 30 milljón króna óverðtryggðu láni með breytilega vexti hafa hækkað samhliða stýrivaxatahækkunarferli Seðlabankans. Ekki þarf að leita lengi í öðrum fjölmiðlum til að finna sambærileg dæmi. Rannveig taldi hins vegar að slík dæmi segðu ekki alla söguna. „Það er hægt að reikna í Excel hvað sem er og þú getur reiknað hækkun á greiðslubyrði eins og allir séu með breytilega vexti. Það er bara ekki þannig. Við verðum svolítið að hugsa út í það að kannski eru 25 prósent eða helmingur af þessari auknu greiðslubyrði sem þú getur reiknað út, að lenda á fólki,“ sagði Rannveig. Einhver dæmi væri þó um að einstaklingar með slík lán væru nú að glíma við þunga greiðslubyrði. „En það er ekki almennt og það er ekki eitthvað sem við höfum þannig séð ástæður til að hafa áhyggjur af,“ sagði Rannveig. „Er það ekki bara frábært?“ Í svari Rannveigar benti hún einnig á að margir hafi nýtt sér það að geta fest vexti þegar breytilegu vextirnir voru að fara hækkandi, og þannig oft náð að tryggja sér betri vexti en voru á lánum þeirra fyrir þá sveiflu sem stýrivextir hafa tekið síðustu misseri. „Það voru margir sem náðu að festa vextina sína á mjög góðum kjörum, jafn vel betri, jafn vel skuldbreyttu árið 2020, náðu að festa vextina sína 2021 og eru með miklu betri kjör á sínum lánum en þau voru með fyrir Covid.“ „Er það ekki bara frábært?“ stakk Guðbrandur þá inn í. „Jú, það er það sem ég er að segja,“ svaraði Rannveig um hæl og Ásgeir tók einnig undir. „Þess vegna skiptir þessi umræða um greiðslubyrði, hún er ekki bara svarthvít, að þú reiknir upp einhverja verulega aukningu á greiðslubyrði miðað við að einhver hafi verið með öll sín lán upp á einhverja tugi milljóna á breytilegum vöxtum. Það bara skiptir máli,“ svaraði Rannveig. Horfa má á upptöku frá fundinum hér að neðan. Seðlabankinn Neytendur Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Rannveig og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, voru gestir á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar kynntu þau skýrslu Peningastefnunefndar, sem þau stýra. Að auki fóru þau yfir horfur í efnahagsmálum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, gerði töluverða hækkun breytilegra vaxta á íbúðarlánum að umtalsefni sínu. Með skarpri hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði frá þeim lágpunkti sem þeir voru í undir lok árs 2020 hafa þeir vextir sem viðskiptabankarnir bjóða upp á lánum hækkað samhliða. Breytilegir vextir hækkað skarpt Því fylgir að mánaðarlegar afborganir á lánum sem eru á breytilegum vöxtum hafa hækkað með og það nokkuð skarpt. Til að mynda hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum Arion banka farið úr 3,44 prósentum í desember 2020 þegar þeir voru lægstir í 7,59 prósent nú. Hjá Landsbankanum fóru sambærilegir vextir lægst í 3,3 prósent en eru nú 7,25. Fasteignamarkaðurinn og hækkanir þar hafa verið í brennidepli undanfarin misseri.vísir/vilhelm Rannveig gerði umræðu um þessa þróun að umtalsefni sínu á nefndarfundinum. „Síðan finnst mér þessi umræða um greiðslubyrðina og hækkun greiðslubyrðinnar vera svolítið á villigötum. Vegna þess að þegar við erum að skoða okkar gögn, þar sem við sjáum bæði greiðslubyrði, hverjir eru með hvers konar lán og annað slíkt, þá er greiðslubyrðin aðallega þyngst, að aukast, á lánum sem eru með breytilegum vöxtum, ekki satt?“ spurði Rannveig. Hægt að reikna hvað sem er í Excel Benti hún á að flestir sem séu eingöngu með breytilega vexti á lánum sínum séu með háar tekjur og að sögn Rannveigar tækju þeir margir bara þessa hækkun á sig. „Margir sem eru með breytilega vexti eru ekki bara með lán á breytilegum vöxtum. Það er mjög algengt að fólk sé með tvær til fjórar gerðir af lánum. Það er mjög algengt að fólk taki verðtryggð lán til helminga og lán með breytilegum vöxtum til helminga,“ sagði Rannveig. Benti hún einnig á að hægt væri að útbúa dæmi sem sýndu gríðarlega hækkun á afborgunum lána með breytilega vexti. Slík dæmi eru raunar algeng í umræðunni, eins og sjá má þessari mynd hér fyrir neðan. Myndin birtist í frétt Stöðvar 2 í janúar síðastliðnum og sýnir dæmi um hversu afborgarnir á 30 milljón króna óverðtryggðu láni með breytilega vexti hafa hækkað samhliða stýrivaxatahækkunarferli Seðlabankans. Ekki þarf að leita lengi í öðrum fjölmiðlum til að finna sambærileg dæmi. Rannveig taldi hins vegar að slík dæmi segðu ekki alla söguna. „Það er hægt að reikna í Excel hvað sem er og þú getur reiknað hækkun á greiðslubyrði eins og allir séu með breytilega vexti. Það er bara ekki þannig. Við verðum svolítið að hugsa út í það að kannski eru 25 prósent eða helmingur af þessari auknu greiðslubyrði sem þú getur reiknað út, að lenda á fólki,“ sagði Rannveig. Einhver dæmi væri þó um að einstaklingar með slík lán væru nú að glíma við þunga greiðslubyrði. „En það er ekki almennt og það er ekki eitthvað sem við höfum þannig séð ástæður til að hafa áhyggjur af,“ sagði Rannveig. „Er það ekki bara frábært?“ Í svari Rannveigar benti hún einnig á að margir hafi nýtt sér það að geta fest vexti þegar breytilegu vextirnir voru að fara hækkandi, og þannig oft náð að tryggja sér betri vexti en voru á lánum þeirra fyrir þá sveiflu sem stýrivextir hafa tekið síðustu misseri. „Það voru margir sem náðu að festa vextina sína á mjög góðum kjörum, jafn vel betri, jafn vel skuldbreyttu árið 2020, náðu að festa vextina sína 2021 og eru með miklu betri kjör á sínum lánum en þau voru með fyrir Covid.“ „Er það ekki bara frábært?“ stakk Guðbrandur þá inn í. „Jú, það er það sem ég er að segja,“ svaraði Rannveig um hæl og Ásgeir tók einnig undir. „Þess vegna skiptir þessi umræða um greiðslubyrði, hún er ekki bara svarthvít, að þú reiknir upp einhverja verulega aukningu á greiðslubyrði miðað við að einhver hafi verið með öll sín lán upp á einhverja tugi milljóna á breytilegum vöxtum. Það bara skiptir máli,“ svaraði Rannveig. Horfa má á upptöku frá fundinum hér að neðan.
Seðlabankinn Neytendur Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira