„Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 20:45 Jörundur Áki tók nýverið við nýrri stöðu hjá KSÍ. Stöð 2 Jörundur Áki Sveinsson, nýráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands, segir íslenskan fótbolta á fínum stað og hlutir séu á réttri leið. Ákveðin verkefni séu komin í farveg sem munu styrkja hann enn frekar. „Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
„Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira