Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. október 2022 14:45 Skógareldar í Sierra Bermeja við Costa del Sol í Andalúsíu í september sl. Bianca de Vilar/Getty Images Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn. Spánn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn.
Spánn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira