Innlent

Tvær líkamsárásir í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ein árásin átti sér stað í Laugardalnum og hin í miðbænum. 
Ein árásin átti sér stað í Laugardalnum og hin í miðbænum.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint er frá helstu verkefnum lögreglunnar frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt.

Annar maður var handtekinn í líkamsárás í nótt. Árásin átti sér stað í miðbænum en maðurinn var undir miklum áhrifum fíkniefna. Hann var með öllu óviðræðu hæfur og því vistaður í fangaklefa.

Ökumaður var stöðvaður í Árbænum í nótt þar sem hann ók á 105 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 50 kílómetra hraði. Hann var sviptur ökuréttindum vegna brotsins.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra reyndist líka vera sviptur réttindum og ók gegn rauðu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×