Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 11:23 Lögregla sýndi fréttamönnum vopn sem lagt var hald á við húsleit. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. Þrjár vikur eru liðnar síðan karlmennirnir tveir voru handteknir. Síðan þá hafa þeir sætt einangrun. Annar karlmannanna hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og einangrun degi fyrr. Hann hefur því verið nær sleitulaust í einangrun í fjórar vikur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að ekki verði gerð krafa um frekari einangrun. Þó verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds. Sú krafa verði lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Karl Ingi vildi ekki upplýsa um hversu langs varðhalds yrði krafist yfir karlmönnunum tveimur. Það yrði fyrst upplýst í dómsal eftir hádegið. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi karlmannsins sem hefur verið í varðhaldi í nær fjórar vikur, telur að lagaskilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald sé ekki uppfyllt. Fallist héraðsdómur á kröfu héraðssaksóknara verði sá úrskurður kærður til Landsréttar. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að húsbíll og hjólhýsi brunnu á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Þrjár vikur eru liðnar síðan karlmennirnir tveir voru handteknir. Síðan þá hafa þeir sætt einangrun. Annar karlmannanna hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og einangrun degi fyrr. Hann hefur því verið nær sleitulaust í einangrun í fjórar vikur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að ekki verði gerð krafa um frekari einangrun. Þó verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds. Sú krafa verði lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Karl Ingi vildi ekki upplýsa um hversu langs varðhalds yrði krafist yfir karlmönnunum tveimur. Það yrði fyrst upplýst í dómsal eftir hádegið. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi karlmannsins sem hefur verið í varðhaldi í nær fjórar vikur, telur að lagaskilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald sé ekki uppfyllt. Fallist héraðsdómur á kröfu héraðssaksóknara verði sá úrskurður kærður til Landsréttar. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að húsbíll og hjólhýsi brunnu á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49