Handbolti

Sautján ára nýliði í landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ethel Gyða Bjarnasen sló í gegn á HM U-18 ára.
Ethel Gyða Bjarnasen sló í gegn á HM U-18 ára. ihf

Tveir nýliðar á táningsaldri eru í hópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem mætir Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni fyrir HM í næsta mánuði.

Þetta eru þær Ethel Gyða Bjarnasen, markvörður úr HK, og Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi Hauka. Þær voru báðar í lykilhlutverki hjá íslenska U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Ethel er sautján ára en Elín Klara ári eldri.

Íslenska liðið kemur saman til æfinga 24. október og mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum ytra 29. og 30. október. Leikirnir gegn Ísrael fara svo fram á Ásvöllum 5. og 6. nóvember.

Tuttugu leikmenn eru í íslenska hópnum að þessu sinni. Þórey Rósa Stefánsdóttir og fyrirliðinn Rut Jónsdóttir eru leikjahæstar í hópnum með 113 og 108 leiki.

Íslenski hópurinn

Markverðir:

  • Ethel Gyða Bjarnasen, HK (0/0)
  • Hafdís Renötudóttir, Fram (36/1)
  • Sara Sif Helgadóttir, Valur (3/0)

Aðrir leikmenn:

  • Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (4/2)
  • Andrea Jacobsen, EH Aalborg (31/30)
  • Berglind Þorsteinsdóttir, HK (10/5)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (32/32)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (0/0)
  • Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (90/101)
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (3/7)
  • Lovísa Thompson, Ringköbing Håndbold (22/66)
  • Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30)
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda (5/4)
  • Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (108/233)
  • Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (12/36)
  • Steinunn Björnsdóttir, Fram (38/34)
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (67/53)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (54/83)
  • Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (38/46)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (113/330)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×