Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:31 Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun