Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:11 Kynsegin fólk getur unnið til verðlauna í sínum flokki í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Þessi bleiki einhyrningur hljóp fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn. „Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna. Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
„Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna.
Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira